5 mínútur – 5 kíló – 5 ár

Fimm mínútur – 5 kíló – fimm ár

Ég get hlaupið í fimm mínútur á hlaupabretti og gengið það sem eftir lifir dags.

Allt í einu er ég farin að hlaupa í fimm mínútur, búin að missa fimm kíló og vera hundveik af gigtinni í 5 ár. Það er súrrelísk að þjást af gigt, verkirnir sem plaga mig á hverjum degi eru undarlegir. Ég stari stundum á fæturnar á mér, agndofa yfir kvölunum sem þeir valda mér á hverjum degi. Hvernig getur líkaminn svikið mann svo heiftarlega. Hvernig er hægt að taka verkina og endulausu kvalirnar alvarlega.

Hjálpartæki kripplinga

safakúrGóðum árangri í meinlætalíferni var fagnað með kökuáti! Vel gert, Erla!

Lífið heldur áfram og ég keypti nokkra safa á Gló til að hjálpa sluggsanum af stað aftur.

Gafst einnig upp og keyrði upp í Eirberg og keypti bæði dósaopnara fyrir kripplaða og fingrahlíf. Iðjuþjálfinn í saumaklúbbnum hefur í mörg ár hvatt mig til að kaupa viðeigandi hjálpartæki en ég hef hingað til þrjóskast við. En ekki lengur nú verður heimilið fyllt með hjálpartækjum (engar dónahugsanir).

Gigtarverkir

Batinn silast áfram á hraða snigilins. Í fyrsta skiptið í langan tíma er ég léttari í enda mánaðar. Það var ánægjuleg tilbreyting. Ég náði einnig merkum áfanga í dag, upphitunin varði í 20 mínútur. Tilefni til þess að draga fram dansskóna, setja á sig varalit og brosa framan í heiminn. Ég grét bara.

Gíraffi

Ég hef átt mjög erfitt með gang síðustu daga, öll dagleg verk eru erfið og krefjast átaks. Þrátt fyrir árangur þá er ég svo grátlega langt frá því að vera heilbrigð og geta lifað eðlilegu lífi. Ég er svo langt frá því að vera í kjörþyngd, langt frá því að geta hlaupið og langt frá því að geta innt dagleg störf auðveldlega af hendi.

 

Ég er engu að síður að verða betri. Það er bara erfitt að vera ekki bitur yfir öllum þeim tíma sem fer í veikindin og öllum þeim tækifærum sem fara forgörðum því ég get ekki hreyft mig út af bannsettu gigtinni.

Meinlætamataræði

Ég stefni á að lifa meinlætalífi í hálfan mánuð plús einn dag í von um skjótan gigtarbata. Batinn hefur staðið í stað að undanförnu. Ég er sjúk í Joe Cross og allt hans fylgdarlið. Ég ligg yfir sögum af fólki sem hefur djúsað sig til heilsu og læt mig dreyma að leika það eftir. Lengsta safafastan sem ég hef náð er 7 dagar.

Síðustu tvær vikur hef ég einbeitt mér að mataræðinu á nýja leik og spáð meira í hvað fer ofan í mig. Suma daga gengur mér vel, aðra ekki jafn vel.

28. nóv, 29. nóv, 30. nóv, 1. des, 2. des, 3. des, 4. des, 5. des, 6. des, 7. des, 8. des, 9. des, 10. des, 11. des, 12. des.

Á morgun er síðasti séns til að byrja 15 daga safaföstu fyrir áramót. Því 12. des brunum við mæðgur norður í land. safar

Ég hef prófað mig áfram í safagerð síðustu daga og gengið þokkalega. Vandinn er að ná að búa til safa, sinna endurhæfingu, taka til og sjá um barn og hús. Á morgun ætla ég að byrja nýja rútínu.

  • Skutla Katrínu í leikskólann
  • Koma heim og búa til safana
  • Fara í ræktina
  • Versla
  • Heim í sturtu
  • Hvíld
  • Sækja Katrínu
  • Taka til

 

 

Safakúr

Ég hef farið þrisvar sinnum á safakúr. Í öll skiptin hef ég orðið betri af gigtinni og grennst. Í öll skiptin hef ég fyrst og fremst farið til þess að verða ögn betri af gigtinni. Í eitt skipti fór ég á skyndi safa og þeytingakúr til að getað þrammað um götur Boston.

safafasta

Núna er ég fyrst og fremst að hugsa um að léttast.

Er ég búin að koma því á framfæri að mér finnst mjög leiðinlegt að vera ofþung. Enn leiðinlegra finnst mér að þurfa að gera eitthvað í því. Einn dagur í einu eða einn klukkutími í einu.

Dagurinn er nær hálfnaður og ég er að farast úr hungri og stressi. Það er svo fyndið að á meðan ég gúffaði í mig mjög óhollum mat þá leiddi ég lítið hugann að áhrifum þess á heilsu mína en þegar ég geri eitthvað eins og safakúr þá verð ég raunverulega stressuð um afleiðingar. Það gæti haft mjög slæmar afleiðingar fyrir heilsu mína að drekka grænmetissafa, kókosvatn og vatn í þrjá dag.

Megrun 2. dagur

Mér gekk ekki jafn vel, mig langar ekki til að viðurkenna það. Yfirleitt þá byrja ég upp á nýtt, byrja upp á nýtt að telja góðu dagana. Það er auðvitað hluti af fullkomnunaráráttunni hjá mér. Allt á að vera svo flott frá fyrsta degi, aldrei nein mistök leyfð.

Núna er annur dagur í megrun, jafnvel þó að ég hafi hrasað í dag.

Líkamsræktin mín er lokuð á sunnudögum. Ég náði ekki að fara í gær en ég finn mikinn mun á hugarfari mínu. Ef ég hefði verið á bíl þá hefði ég farið. Ég fann að mig langaði til þess að fara og var svekkt að komast ekki í dag.

jóga

Gigtarverkir í helstu liðum fara minnkandi en ég er engu að síður með verki um allan líkama og síðustu daga hef ég átt mjög erfitt með gang. Sjúkraþjálfarinn minn í Gáska (sem er besti sjúkraþjálfi í heimi) segir að líklegast megir rekja það til bandvefs.

Það er þekkt að það strekkist á bandvefnum og hann stífnar við langvarandi verki líkt og hrjá gigtarsjúklinga. Þegar ég fer í líkamsræktina og vöðvarnir stækka þá strekkist á bandvefnum í stað þess að hann fylgi vöðvanum. Þetta er mjög sársaukafullt. Hún skipaði mér að rúlla mér á frauðrúllunni alla daga, oft og mörgum sinnum.

Í dag:

2 x stuttar jógaæfingar

1 x rúllan góða

nuddtæki

stuttar teygjur