er akkúrat ég þessa stundina eða öllu heldur allt síðasta ár, jafnvel síðustu tvö ár. Framfarir hafa vissulega átt sér stað og ég er bæði farin að vinna og sveifla tuskunni í gríð og erg heima fyrir. Ég er meira að segja búin að gerast svo fræg að komast á djamm og vera úti alla nóttina.
Vissir þættir ganga þó hægt og fyrir hvert skref fram á við eru þrjúþúsund aftur á bak.
Í mörg ár hef ég dreymt um að taka þátt í hinu víðfræga Húnavökuhlaupi, hlaupa þar 5 km eins og vindurinn. Í ár, í fyrsta sinn er þetta ekki bara fjarlægur draumur. Gigtin lætur alltaf meir og meir undan og ég tel að ef ég byrja strax að æfa mig fyrir hlaupið sem er í júlí 2017 þá gæti kraftaverk gerst og ég myndi hlaupa eins og vindurinn. Ég er reyndar í öllu mínu gigtarfári einstaklega óraunhæf með allt. Ég, til að mynda gat ekki gengið í 10 mínútur utandyra þegar ég setti mér markmið að hlaupa í helvítis hlaupinu. Ég er ekki góð í raunhæfum væntingum.
Húnavökuhlaupsæfingar eru engu að síðu hafnar. Aldrei þessu vant fór ég rólega af stað en rólega á gigtarmáli er ekki það sama og fyrir ykkur venjulega fólkið. Þannig að þó æfingin væri farin á hraða snigilsins og eytt litlum tíma þá var það of mikið. já, dömur mínar og herrar, þrátt fyrir að hafa bara hlaupið í eina pínulitla mínútu á hraða snigilsins. Þá var þetta of mikið og ég vaknaði daginn eftir tognuð á ökkla og gat með naumindum stundað vinnu vikuna á eftir.
Ég er farin aftur af stað í ræktina en ég ætla að láta hlaupabrettin bíða ögn lengur og taka 30 sekúndur næst. (eða jafnvel bara 15 sekúndur).