Jólagjafir

Jólagjafir

Við erum alltaf að reyna eins og við getum að endurnýta hlutina og það gengur svona upp og ofan. Í ár tókst mér að nýta það sem til var á heimilinu til þess að pakka inn gjöfunum. Ég er ánægðust með hvíta pappírinn en ég notaði strokleður til að búa til þríhyrningana.
Jólin eru búin að vera ljúf hjá okkur og það var sérstaklega gaman að fylgjast með litlu snúllunni tæta pakkana. Það er að mörgu leyti undarlegt að halda jólin fjarri vinum og ættingjum, í tveggja stafa hitatölum og með grænmetisætu. Í stað þess að hafa kjöt á aðfangadag þá vorum með dýrindis humar og lax. Á jóladag fórum við sem betur fer í jólaboð til vina okkar (sem borða kjöt) og því urðu þessi jól ekki algerlega kjötlaus.
Nú bíð ég bara spennt eftir nýja árinu. Ég fór í síðustu viku út að borða með vinkonum mínum og þar var eytt dágóðum tíma í að bölsótast út í árið 2012. Ég gat ekki tekið þátt í þeirri bölvun því frumburðinn kom í heiminn á þessu ári og reyndi ég því að halda uppi vörnum fyrir 2012. Síðast þegar við vorum hér um áramót þá fórum við í gamlárspartý og tókum á móti nýja árinu á bar. Þegar miðnætti nálgaðist þá var skrúfað niður í tónlistinni, kveikt á sjónvarpinu til að sjá kúluna detta á NY-times square og allir töldu niður saman. Eilítið frábrugðið því sem við erum vön. Í ár förum við aftur í gamlárspartý en þar sem litla snúllan okkar er bara 10 mánaða og verður eina barnið á svæðinu þá hugsa ég að við förum snemma heim og tökum á móti nýju ári í stofunni heima hjá okkur.

Auglýsingar
Mynd

3 athugasemdir við “Jólagjafir

  1. Vá eru þetta þínir pakkar…en skemmtilegir! Ég mæli svo með hnetusteik yfir hátíðirnar, ég elska kjöt en hún er orðin must hjá mér núna ár hvert, myndi eflaust henta ykkur því vel.

    1. já þetta er allt pakkar frá mér svo voru nú fleiri pakkar en þeir voru mun hefðbundari og ekki jafn umhverfisvænir. Gaman að heyra með hnetusteikina, ég hef aldrei smakkað hnetusteik og er dauðhrædd við að hafa hana í stað jólasteikur því þá er ég handviss um að jólin muni ekki koma, ég hljóma eins og ég sé 5 ára. Þetta er eitthvað sem ég verð að drífa í á nýju ári, búa til og borða hnetusteik og undirbúa mig andlega undir að hafa hnetusteik á næstu jólum. -Erla

  2. Nei ég skil þig bara fullkomlega. Ég væri ekki til í að breyta útaf mínum vana (hamborgarahryggur) og hnetusteikin var á borðstólnum í skólanum og því „neyddist“ ég í að borða hana og lítið spennt fyrir því. Ég veit að hún er frá maður lifandi. Kannski getur þú prófað það þegar þú kemur heim til Íslands? Ég þekki allavegana ekki aðrar hnetusteikur en þær 🙂

    Ég sé að þú gerðir það sem ég gleymdi að gera með pakkana…að merkja með svona merkjavél, ég sem var einmitt búin að fá mér eina svoleiðis fyrir svona pakka tilefni.

    P.s smá löng comment en þú ert svo dugleg að commenta hjá mér og því aðeins sanngjarnt að ég láti aðeins í mér heyra þegar ég skoða þína síðu 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s