Gjafapappír

Þegar ég var lítil þá snerist umhverfisvitund að mestu um að henda ekki rusli út um allt. Það væri nú líklegst réttara að segja að það var það sem sat eftir hjá mér. Amma átti mömmu á fullorðinsaldri eitthvað í kringum 45 ára aldurinn, amma var fædd 1907 og ólst upp við aðrar aðstæður en ég. Hún bjó í torfbæ, ekki þessum glæsilegum sem maður sé á söfnum í dag. Rafmagn, hitaveita, vegasamband, verslanir og ofgnótt var ekki komið. Amma og afi ólust upp við nýta allt sem til féll, mamma er og var ótrúlega nýtin og við bjuggum í návígi við ömmu og afa. Eitthvað af þessarri nýtni hefur færst á milli kynslóða þó ég er viss um að amma og afi mundu ekki kvitta upp á að ég væri nýtin.

breytt storkleður

Í ár reyndi ég að nýta það sem til var á heimilinu til þess að pakka inn gjöfunum og gekk það ágætlega þó ein hefðbundin jólagjafaörk úr Target hafi fengið að fljóta með úr einni búðarferðinni. Ég átti  pappírsörk sem var utan um  plaköt sem ég keypti fyrr í vetur. Ég notaði strokleður til að stimpla á pappírinn, skar út þríhyrningsmunstur og penslaði með svarti akrýl málningu eða gulllitaðari.

2 þrihyrningar

Ég gerði þau mistök með gullitlaða pappírinn að hafa þríhyrningana of nálægt hvoru öðrum. Það var ofsalega gaman að stimpla í byrjun en þetta urðu óþarflega mörg handtök hjá mér og ekki alveg jafnmikil gleði við völd við síðustu þríhyrningana.

þríhyrningarr

Ég var mjög ánægð með útkomuna og að hafa komið því að verk að gera þetta. Yfirleitt kemst ég ekki lengra en hugsa um að gera hlutina. Þess má geta að amma og afi geymdu alltaf jólagjafapappírinn sem þau fengu um hver jól til þess að nota hann um næstu jól.

þríhyrningar 2

Auglýsingar
Gjafapappír

3 athugasemdir við “Gjafapappír

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s