Síðbúin jólagjafafærsla

Ég endaði árið með flensu og hef allt nýja árið verið veik með hálsbólgu, kvef, ennis og kinnholubólgu, eyrnaverk og það nýjasta veirusýkingu í munni. Nágranni minn frá Suður-Kóreu telur að 2013 verði gæfuríkt fyrir mig því það er víst fátt betra  en að verða fyrir óláni í byrjun árs því þá er kvótinn búinn fyrir árið. Ég vona svo sannarlega að þetta eigi við og ég bíð spennt eftir því að þessi flensa gangi sinn gang. Þar sem heilsan  hefur ekki verið upp á marga fiska þá er dáldið mikið andleysi í gangi á þessum bæ.

Dansk pottur

Þegar við fluttum hingað út þá keyptum við pottasett í dollarabúð, þeir hafa dugað okkur ágætlega hingað til en gæðin eru ekki til að hrópa húrra fyrir. Við fengum þennan frá pabba og hann er dásamlega fallegur og ég er himinlifandi með hann.

Vatnsflaska

Þessi flaska sem heldur köldu í 24 tíma og heitu í 12 tíma á eftir að koma sér vel í hitanum í vor. Hitinn hér verður oft óbærilegur og því er nauðsynlegt að drekka mikið af vatni en það vatn sem er búið er að vera í tvo klukkutíma í bíl hér er eiginlega ódrekkandi, hljómar hálf ótrúlega.

Katrín

 

Þessi snúlla fékk bíl frá systkinum mínum og var harla ánægð með gripinn. Hún var á jólunum í gamla jólakjólnum mínum. Þegar ég sagði mömmu að hún hefði verið í gamla jólakjólnum mínum kom í ljós að ég ætti hann ekki heldur ætti eldri systir mín hann. Hann var svo notaður á mig á fyrstu jólunum mínum. Týpískt fyrir okkur yngri systkini um allan heim. Það er bót í máli að umrædd systir er lítið fyrir gamla hluti og mun að öllum líkindum ekki gera tilkalls til kjólsins.

Auglýsingar
Síðbúin jólagjafafærsla

Ein athugasemd við “Síðbúin jólagjafafærsla

  1. Fyndið þetta með vatnið. Ég átti heima á spáni og þá var það aldrei kælt því það var/er talið óholly eins gott og það er, svo mikið hita shjokk fyrir líkamann (ég veit ekki hvað er til í þessu) enn í dag finnst mér volgt vatn bara fínt og allt gos þó þetta sé allt best ískalt 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s