Áramótheit

Ég er c.a. þremur vikum á eftir tímanum þennan mánuðinn, þessi flensa gerir það að verkum að slow motion er hrikalega hratt við hliðina á mér. Ég set aldrei áramótaheit fyrir utan þessi venjulegu hætta að reykja (þegar ég reykti), borða hollari mat, hreyfa sig meira, ferðast og fleiri almenn í þessum dúr. Í ár settist ég niður í fyrsta skipti með blað og penna og pældi í því hverju vil ég koma í verk á þessu á ári. Þessi týpísku áramótheit voru strengd en nokkur önnur óvenjulegri voru líka sett.

áramótaheit

Fara á körfuboltasafnið sem er við hliðina á húsinu okkar en eftir nær tveggja ára búsetu, höfum við ekki enn drattast yfir götuna. Æfa mig í að gera armbeygjur, ekki á hnjánum, skrifa sendibréf, búa til hnetusteik og sitthvað fleira. Ég er spennt yfir þessu ári þó að mér finnist 2013 ekki vera jafn flott líkt og 2012. áramótaheit á vegg

Auglýsingar
Áramótheit

4 athugasemdir við “Áramótheit

 1. Eva Gataway skrifar:

  En gaman, ég er einmitt búin að taka mánuð í að undirbúa/hugsa/plana að gera svona plan og pælingar. Mér þykir þetta einstaklega sniðugt. Hugsanlega gerir maður meira ef þetta er sett á vegginn til að minna á 🙂 Ég vona að andinn eigi eftir að koma yfir mig fljótlega því áður en maður veit af er komið nýtt ár! Áfram þetta 🙂
  Mbk
  -E
  p.s. skemmtilegt bloggið ykkar!

 2. Skrifleg markmið virka auðvitað mun betur en þessi sem maður býr bara til í hausnum á sér! Frábær hugmynd 🙂 Ég skrifaði líka niður markmið, en setti þau í umslag og ætla að opna 1. janúar 2014. Það verður spennandi að sjá hvort maður hafi staðið við þetta 😉

  1. það er ótrúlega sniðugt, vonandi nærðu markmiðunum þínum. félagi minn strengdi 52 afmörkuð áramótheit sem hann setti í krukku og dregur eitt í hverri viku, eitt var að gefa blóð. -erla

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s