Púðar

Þessi púði hefur átt hug minn allan síðustu daga, ég dundaði mér við að sauma hann út, síðustu vikurnar á meðgöngunni. Púðinn bjargaði nær geðheilsunni minni því ég var orðin býsna óþolinmóð að bíða eftir snúllunni. Ég hef ekki saumað út síðan ég var barn því eru nokkur misstök nú þegar komin og ég á enn helminginn eftir. Mamma kemur um páskana út til okkar og markmiðið er að ná klára hann áður en hún mætir á svæðið. Heima hjá ömmu og afa eru útsaumaðir púðar út um allt, bara í stofusófanum eru öruggulega hátt í 10 púðar. Ég er því sérstaklega veik fyrir svona púðum og finnst fátt notalegra en hafa útsaumaða púða í stofunni. Ég stefni þó að hafa aðeins færri en amma. 

púðiÞessi púði fæst í Hannyrðaverslun Erlu á Snorrabrautinni. Ef þið hafið gaman af því að prjóna, sauma út eða hekla þá mæli ég hiklaust með þessarri búð.

 

Púðar

2 athugasemdir við “Púðar

  1. úwww..en æðislegt, ég elska einmitt krosssaum, eitthvað svona væri tilvalið að gera frekar en að vera alltaf í tölvunni. Verður svo að sýna lokaútkomuna 🙂

    P.s ertu búin að spá í hvaða efni þú ætlar að hafa í kring?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s