Engifer

Kvef, hálsbólga og hiti halda áfram að herja á heimilismeðlimi, um leið og einn verður frískur þá leggst næsti. Ég skundaði því út í búð og keypti í engiferseyðið hans pabba. Hann og Sollý hafa náð að búa til hið fullkomna engiferseyði, sem vinnur á öllu.
engiferseyði

Ég var mjög dugleg að drekka engiferseyðið frá þeim þegar ég var ólétt, fékk það sent í vesturbæinn tilbúið til drykkju. Það virkaði vel á bjúginn og ég minnist þess ekki að hafa orðið misdægurt þær vikur sem ég  innbyrti seyðið góða.

IMG_2215

Ég er ástfangin af rauða pottinum okkur, hann er svo glansandi fínn og sætur auk þess sem húðin flettist ekki af honum líkt og hjá dollar-store pottunum okkar.

Engiferseyði

4 lítrar vatn

640 engifer

100 ml sítrónusafi

60 ml agave síróp

8 gr mynta

Engiferið skorið í sneiðar, (ég afhýði það ekki því það myndi taka eilífið) og sett í vatnið

Sítrónur pressaðar og sett út í ásamt myntunni.

Látið sjóða í klukkutíma og síðan standa þangað til að seyðið kólnar, sírópi bætti út í (ég sleppti því síðast og gat þó drukkið þetta með bestu lyst).

Hellið í gegnum sigti eða tauklút og setjið á flöskur.

Auglýsingar
Engifer

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s