Uppskriftabók

matreiðslubók1Ég hef lengi ætlað að koma því í verk að skrifa upp uppáhalds uppskriftirnar mínar, hafa þær allar á einu stað, sem auðvelt er að grípa til þegar þarf á að halda. Ég hafði séð fyrir mér stútfulla bók fulla af gómsætum réttum sem ég gæti síðan skipt niður á mismunandi vikur. Vandamálið hvað á að vera í matinn? væri úr sögunni fyrir fullt og allt.  Þegar til kom þá voru afskaplega fáar uppskriftir sem komust í bókina því ég vildi bara hafa uppskriftir sem við eldum reglulega. Það ríkir sem sagt ekki mikil fjölbreytni hjá okkur í mat þennan veturinn hjá okkur. Ég ætla að afsaka mig með litlu snúllunni, það virðast bara vera aðeins færri klukkustundir í sólarhringnum síðan að hún mætti á svæðið og miklu meira andleysi.

matreiðslubók

Þetta endaði bara í sjö uppskriftum, sem er ekki mikið og kallar á að við  þurfum að útvíkka aðeins sjóndeildarhringinn og glugga í matreiðslubókum eða liggja á netinu og skoða ljúfeng matarblogg líkt og Eldað í vesturheimi  til að geta með tímanum bætt í bókina.

Ég skrifaði ekki bara uppskriftirnar upp heldur gerði ég líka innkaupalista fyrir hverja uppskrift til að hafa í bílnum. Hér förum við allra okkar ferða á bíl því gangstéttir eru sjaldséðir hvítir hrafnar. Við höfum sem sagt margoft verið stödd á bændamarkaðinum eða í búðinni, tilbúin til að versla í matinn og ekki munað eftir því hvað er í hverjum rétti. Á innkaupalistanum hefur stundið bara staðið kaupa í spínatréttinn, sem segir mér fátt. Með þessu móti þurfum við bara að muna hvað er til í ísskápnum. matreiðslubók33Afraksturinn ein lítil matreiðslubók og einn allsherjarinnkaupalisti, núna vantar bara einn kokk.

Auglýsingar
Uppskriftabók

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s