Ninth street

durham

Veðrið hefur ekki leikið við okkur síðustu daga  en í dag fengum við loksins sólardag. Sólardagarnir hér eru ekkert slor, 15 stiga hiti, heiðskýrt og glampandi sólskin og á þessum dýrðardegi sváfum við til hádegis. Þegar við loksins vöknuðum þá vorum við mjög skömmustuleg yfir að hafa sóað deginum í svefn þannig að við drifum okkur út til að nýta sólina.

IMG_4275

Við kíktum á ninth street sem er lítil verslunargata í næsta bæ, Durham. Það eru allskonar skemmtilegar búðir og veitingahús við þessa götu og hægt er að sjá ofursvalt fólk þarna, sem er frekar sjaldséð sjón á þessum slóðum. Háskólinn Duke er síðan rétt hjá því eru öll kaffihúsin við götuna yfirfull af háskólanemum með tölvurnar sínar. Það er kærkomin tilbreyting frá öllum stripp-mall að geta rölt um verslunargötu.

Á morgun verður Katrín Anna 1. árs, ótrúlegt að hugsa til þess að eitt ár sé liðið frá því að ég var að bisa við að koma snúllunni í heiminn.

Ninth street

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s