Baráttan um brauðið

Síðasta vetur í fæðingarorlofinu þá var ég í bókaklúbbi. Helsti kosturinn við að búa á litlum stöðum er að fólk hefur tíma til að gera allskonar skemmtilega hluti og það tekur enga stund að rigga upp einu stykki bókaklúbbi.  Hugmyndin kviknaði í mömmuhópnum og nokkrum dögum seinna sat ég ásamt fleiri bókelskandi konum að velja fyrstu bókina. Við lásum nokkrar bækur og skeggræddum þær sem og hlusta á meðgöngu.- og fæðingarsögur þar sem margar okkar voru annað hvort óléttar eða með smábörn á handleggnum. Við lásum meðal annars  Fátækt fólk eftir Tryggva Emilisson, eftir á að hyggja var þetta ekki skynsamlegt val fyrir  okkur því við vorum jú flestar óléttar eða með kornabörn og það tók á að lesa um vanræksluna sem fátæk börn urðu fyrir á þessum tíma. Það var engu að síður unun að lesa þessa bók, hann nær að fanga tímann með þeim hætti að mér leið eins og ég væri stödd á baðstofugólfinu í Öxnadal og bókin er vel skrifuð á fallegu og kjarnyrtu máli. Ég verð nú að játa það að ég þurfti oftar en einu sinni að fletta upp í íslensku orðabókinni því sum orðin hafði ég aldrei heyrt fyrr.

Image

Á leiðinni út til Chapel Hill þá kippti ég Baráttunni um brauðið með mér. Hún er líkt og Fátækt fólk afskaplega vel skrifuð en höfðaði ekki jafn mikið til mín. Það hefur því tekið mig allan veturinn að komast yfir hana. Það tókst þó loksins í síðustu viku og nú þarf ég að redda mér síðustu bókinni, Fyrir sunnan.

 

Auglýsingar
Innskot

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s