Vorið

kirsuberjatré

tekið í janúar

Vorið í Chapel Hill hefur skrykkjótt, yfirleitt fer að hlýna um miðjan febrúar og gróðurinn fer að taka við sér upp úr því. Ég elska vorin hérna, sérstaklega þegar kirsuberjatréin hafa blómstrað. Það er dásamlegt að sjá tréin vera gul, bleik, rauð, hvít að lokum verða þau nú öll græn. Í ár hefur veðrið leikið tréin grátt, í janúar (sem á að vera kaldur) voru þvílík hlýindi að tréin tóku við sér og byrjuð að blómstra en það kólnaði auðvitað aftur þannig að öll fallegu blómstrin féllu af á einni nóttu. Í febrúar gerðist það sama það komu óvenjuhlýir dagar en frostnætur mættu aftur og aftur féllu fallegu blómin en nú virðist þetta loksins komið og orðið hlýtt hjá okkur en greyin tréin virðast hafa gefist upp og lítið er um falleg blómstur.

kirsuberjatré

Þessi er tekin fyrir tveimur árum þegar veðrið fór mjúkum höndum um kirsuberjatréin

Ég hef þungar áhyggjur af stöðu málanna og býsnast mikið yfir þessu þegar við göngum framhjá trjám sem yfirleitt blómstra svo fallega á þessum árstíma. Það er bót í máli að í lok mars förum við til Washington og kirsberjartréin eiga að vera í fullum blóma þá. Ég vona bara að veðrið hafi ekki farið jafn illa með tréin þar líkt og hér.

Auglýsingar
Vorið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s