Grænt, grænt er grasið út í haga

húsnumer

 Við fengum það á hreint í síðustu viku að við myndum skipta um húsnæði í vor, einu sinni enn. Við erum bæði tilbúin til að skipta um umhverfi en ég veit að ég á eftir að sjá eftir Baity Hill Dr. Það hefur til að mynda verið dásamlegt að hafa rafmagn innifalið í leigunni. Hitinn verður óbærilegur á sumarin og þá er góð loftkæling gulls ígildi og ég hef einnig verið mjög sátt við skordýraleysið. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki skropið á leikvöllinn sem er í botnlanganum okkar. Ég og Katrín Anna hefur eytt ófáum stundum á honum í vetur, það verður að vísu plús að losna við sandinn. Allur leikvöllurinn er í risastórum sandkassa og Katrín Anna hefur rýrt innihalds hans með að leggja sér ljúfeng sandkorn til munns.

Baity Hill Drive

Verst verður þó að skilja við nágrannana, ég hef kynnst mjög mörgum í ár og það er viðbúið að við munum hitta alla sjaldnar þegar við flytjum. Við búum á stúdentagörðum og meirihlutinn sem býr í okkar byggingu eru erlendir stúdentar. Í vetur höfum við t.d. nokkrar komið saman a.m.k. einu sinni í viku og átt notalegar stundir saman. Einnig hef ég og Eujing verið í enskuhóp einu sinni í viku þar sem við hittum enn fleiri konur í sömu aðstæðum og okkar, (eiginmaðurinn í námi og við með leyfi til þess að vera í landi en megum ekki vera í námi né vinna). Ég vona bara að nýju nágrannanir verði jafn skemmtilegir og jafn til í að bralla eitthvað saman.

græn bomba

 Nýjasta æðið og líklegasta síðasta æðið hjá okkur á Baity Hill er að búa til allskonar þeytinga. Ég keypti mér góðan blandara í síðustu viku sem er svo öflugur að hann á ekki í neinum vandræðum með að breyta káli í vatn, eða svona næstum því.  Undanfarna morgna hef ég því dundað mér við að útbúa hina ýmsu þeytinga með fullt, fullt af grænu, hollu káli.

Þessi tiltekni er gerður eftir uppskrift frá Victoriu Boutenko, hún hefur verið fremst í flokki að kynna græna þeytinga fyrir almenningi og er helsti gúrúinn í grænum þeytingum og að borða sig til heilsu.

Uppskrift:

Spínat

Grænkál

2 epli

2 bananar

1 pera

(5 döðlubitar)

1-2 bollar vatn

Öllu skellt í blandarann

Þegar ég gerði þennan fyrst þá gleymdi ég að setja döðlubitana í drykkinn sem er mjög týpískt fyrir mig. Ég á það til að gleyma að setja allavegana eitt innihaldsefnin (stundum mun fleiri)  í það sem ég er að elda hverju sinni. Mér fannst drykkurinn ekkert síðri án daðalanna en ég prófa daginn eftir með döðlunum.


Auglýsingar
Grænt, grænt er grasið út í haga

2 athugasemdir við “Grænt, grænt er grasið út í haga

  1. Mér þykir við full samstíga í hlutum oft.
    Ég fékk mér einmitt svona trillitæki og hef farið hamförum í drykkjaframleiðslu en á eftir að prófa þá grænu, þessi virkar vel og ekki með einhverjum trilljón fæðubótaefnum sem ég veit ekkert hvar fást né gagn gera 😉

    P.s Vasarnir eru trilltir!

    1. En skemmtileg tilviljun, èg er àstfangin af mínum og galdurinn vid graenu drykkina er bara að setja nógu mikið af ávöxtum eða döðlum og þá losnar maður við kálbragðið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s