Kertastjakar

image (2)

Við mægðurnar skelltum okkur í sumarfrí til Íslands og  erum fyrir löngu komnar aftur til Chapel Hill. Það var yndislegt að hitta vini og fjölskyldu en það varð því miður minna um hittinga heldur en vanalega. Kom í ljós að það var ögn meira vesen að ferðast með litla snúllu en ég hafði reiknað með. Ferðin var engu að síður vel heppnuð og við vorum lánsamar að vera mestmegnis fyrir norðan í júní þannig að við sluppum við haustveðrið í borginni. Við fengum í staðinn dásemdarveður þannig að flesta dagana opnuðum við bara út á pall og nutum veðurblíðunnar. Katrín Önnu leiddist ekki að hafa heilan sandkassa út af fyrir sig og breiður af fíflum sem hún mátti tína. Ég hins vegar nýtti tækifærið og skellti í nokkra kertastjaka meðan ég var fyrir norðan. Mig hefur lengi langað til að prófa að búa til kertastjaka úr steypu en alltaf miklað það fyrir mér.  Þegar á reyndi var þetta svipað verk líkt og að skella í eina köku.

innihald

Það sem þarf til: steypa, plastglös, sprittkerti, límband, fata og vatn.

kertastjakar

Fyrst af öllu er að skella steypunni í lítið fat og hræra vatni saman við. Hér gildir það sama og þegar hrært er í deig, betra að setja minna af vökva og bæta í.  Hræran á að vera nokkuð þétt í sér. Ég var með tvær gerðir af plastglösum til að setja hræruna og hálffyllti þau.

aðstoðarkonur

Aðstoðarkonurnar að hræra í steypunni

skref nr. 2

Þegar búið er setja steypuna í glösin þá er gott að hrista glasið aðeins til að slétta yfirborðið. Því næst eru kertin sett í miðjuna. Ég setti nokkrar umferðir af límbandi á sprittkertið til að gatið yrði stærra en sjálft kertið. Rauða kertinu sneri ég í nokkra hringi til að víkka ögn gatið.

steypukertastjakar

Ég lét kertastjakan vera í plastglösunum yfir nótt en ég tók kertin úr eftir c.a. sex tíma. Morgunin yfir klippti ég glösin af og þetta er afraksturinn.

klippt

Auglýsingar
Kertastjakar

Ein athugasemd við “Kertastjakar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s