Gigt…

IMG_4482

Á næsta ári verð ég 33 ára sem er í sjálfu sér ekkert stórmál en í kringum afmælið mitt á ég á einnig annað miður skemmtilegt afmæli. Þá verða liðin 10 ár síðan ég byrjaði að finna fyrir beinhimnubólgu, að ég hélt. Samfara því byrjaði ég að fá beinverki og smá verki í liðamótin. „Beinhimnubólgan“ ágerðist eftir því sem leið á sumarið og ég byrjaði að eiga erfitt með gang og verkirnir ágerðust. Í september 2004, tæpum tveimur mánuðum eftir að ég byrjaði að finna fyrir kranleika þá gat ég illa hreyft mig og var orðin sárkvalin.  Ég var greind með sóríasgigt og byrjaði að taka fjöll af lyfjum og verkjapillum til að ná heilsu á nýjan leik. Það tók mjög langan tíma að ná aftur sæmilegri heilsu en árið 2007 var ég orðin þokkaleg. Verkirnir voru hættir að halda fyrir mér vöku og ég gat hreyft mig, næstum eins og venjuleg manneskja en samt ekki alveg.

IMG_3491

Þá kom að því að mig og Finni langaði að fjölga mannkyninu. Til þess að það yrði að veruleika, þurfti ég að hætta á lyfjunum með tilheyrandi verkjum og hreyfingarleysi. Nú er liðið eitt og hálft ár síðan  litla snúllan okkar kom í heiminn og þar af leiðandi eitt og hálft ár síðan ég byrjaði aftur á lyfjunum. Gallinn er að það gengur afskaplega hægt að ná aftur heilsu. Skert hreyfigeta og miklir verkir hafa verið gestkomandi hjá okkur alltof lengi. Á næsta ári verða komin 10 ár af þessu veikindabrasi. Í upphafi þegar ég veiktist þá var ég alltaf staðföst í að þetta væri bara tímabundin. Það er svolítið erfitt að halda í þá trú þegar 10 ára veikinda“afmæli“ nálgast.

ber breyttÉg hef því legið yfir bókum og bloggum síðustu vikur að lesa frásagnir fólks sem hefur náð að halda öllum gigtareinkennum niðri með breyttu mataræði. Síðustu tvær vikur hef ég reynt að sniðganga mat sem er þekktur fyrir að kynda undir gigtareinkennum. Ég hef í gegnum tíðina prófað ýmislegt til að ná heilsu aftur en í þetta skiptið geng ég skrefinu lengra og borða bara kál og gras. Hugsanlega smá ýkur hér en engu að síður þá hef ég síðustu tvær vikur sleppt að neyta allra dýraafurða, látið vera  mjólkurvörur og það sem mér finnst erfiðast sleppt sykri og öllu glúteni. MIg dreymir nefnilega að halda upp á 10 ára gigtarafmælið með að hlaupa 5 km í Húnahlaupinu, allavegana að stefna að því að vera verkjalaus og geta hreyft mig. Því ég vil alls ekki ná þeim árangri að vera veik í 10 ár.

Innskot

3 athugasemdir við “Gigt…

  1. Blogghléið mitt hefur gert það að verkum að ég missi af færslum hjá þér. Ég varð klökk við að lesa þessa færslu og vona ó-svo-mikið að þér fari að líða betur! xx

  2. […] 10 ár síðan ég veiktist, á níu ára gigtarafmælinu setti ég mér metnaðarfullt markmið: að hlaupa 5 km í Húnahlaupi. Þetta markmið er í takt við draumkenndar hugmyndir mínir um getu mína. Ég get ekki gengið […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s