Þykjustunni brauð

Finnur fór af landi brott alla leiðina til Englands á ráðstefnu í síðusu viku. Við mæðgur spjöruðum okkar ágætlega en það var ekki laust við smá myrkfælni á kvöldin. Það brakaði og ískraði í húsinu og ég fór að heyra alls konar einkennileg hljóð sem hingað til höfðu algerlega farið framhjá mér. Mýflugur ollu mér einnig vandræðum en það var ein sem hreiðraði um sig í tölvuherberginu og skemmti sér á kvöldin við að bíta mig.  Finnur nær að drepa þær en ég get ekki fyrir mitt litla líf hitt á þær. Þær hittu hins vegar alltaf á mig.

Sólblómafræ

Fjórar vikur af brauðleysi hefur leitt til þess að mig dreymir um brauð í vöku og svefni. Ég sakna þess mjög mikið að  borða ekki brauð, það er þó kannski ekki brauðið sjálft sem ég sakna heldur fljótlegheitin sem fylgja brauði. Ein brauðsneið+álegg og maður er kominn með þokkalegt snarl á núll einni. Þegar hungrið sverfur að þá er brauð það eina sem kemur upp í huga mér. Upphefst þá nokkurt taugastríð sem endar yfirleitt með epli í stað brauðs. Eplin slá þó því miður ekki á brauðlöngunina en paprika og fræ geta gert það, ótrúlegt en satt. Útkoman er ekkert í líkingu við venjulegt brauð en það nær að fullnægja brauðlöngunni minni.

brauð án hveitis

Uppskrift

1 rauð paprika

sólblómafræ

hempfræ

hörfræ

salt og pipar

Paprikan fræhreinsuð og skorin í bita.

Allt sett í blandara (eða matvinnsluvél) og blandað þangað til að fræin og paprikan hafa blandast saman. Ef paprikan er ekki nógu safarík þá getur þurft að bæta við ögn af vatni.

Setjið bökunarpappír í eldfast mót og dreifið blöndunni jafnt.

Bakið við 180 gráður í um klukkutíma.

Þykjustunni brauð

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s