Sænski kanilsnúðadagurinn

kanilssnúðar

Er ég kom inn úr dyrunum í  gærkvöldi mætti mér óðmála Finnur sem vildi fá að vita nákvæma birgðastöðu á hveiti og öðrum bökunarvörum. Ég var varla búin að sparka af mér útiskónum er hann var rokinn út í búð tautandi eitthvað um snúða og Svíþjóð.  Vinkona okkar vakti athygli hans á því að í dag héldu Svíar upp á kanilsnúðadaginn. Finnur þarfnast lítillar hvatningar til að skella í sænska kanilsnúða því hann er sannfærður um að engir snúðar standist sænsku snúðunum snúninginn. (Mér finnst þó snúðarnir sem við systkinin fengum hjá ömmu í Kúskerpi ekki síðri.)

IMG_4587

Sænsku kanilsnúðarnir eru eilítið frábrugnir þeim íslensku. Þeir eru mun léttari í sér og ekki jafn sætir, auk þess sem nær aldrei er sett glassúr á þá. Í huga Finns væru það landráð að setja glassúr á kanilsnúðana.

UPPSKRIFT…

Sænskir kanilsnúðar

uppskrift héðan

2 og 1/2 bolli* mjólk

8-9 bollar af hveiti

 1/2 bolli smjör fyrir deigið

1 bolli sykur

1 tsk salt

2 msk  kardimommur

2 pokar af þurrgeri  (4 og hálf teskeið)

———-

1/3 bolli mjúkt smjör fyrir fyllinguna

2 msk kanill

1 egg

möndlur

———-

*bolli = 250 ml

Aðferð

Gott er að byrja á að taka úr ísskápnum smjörið sem á að fara í fyllinguna til að mýkja það.

Byrja skal á að hita mjólkina upp að suðu, slökkva undir rétt áður en mjólkin fer að sjóða. Setjið mjólkina í skál og hrærið saman við: bráðið smjör, sykur, salt og malaðar kardimommur. Setjið þurrger í skálina þegar mjólkurblandan er orðin volg, hrærið og látið vökvann standa í 10 mínútur.

Bætið hveitinu við, hálfan bolla í einu og hrærið á milli. Setjið viskustykki yfir og látið deigið hefast í heitu eldhúsi í um klukkutíma, deigið á u.þ.b. að tvöfaldast. Ég kveiki yfirleitt á ofninum og hef hann hálfopinn til að fá meiri hita.

Setjið hveiti á borðið og hnoðið loftið úr deiginu. Skiptið því í tvennt og  fletjið deigið út í ferhyrning (u.þ.b. 30 x 45 cm). Smyrjið deigið með mjúku smjöri, dreifið kanilsykri yfir og rúllið upp. Skerið rúlluna og setjið snúðana á bökunarpappír. Setjið viskustykki yfir snúðana og látið þá hefast aftur í 45 mínútur.

Penslið snúðana með eggi og stráið niðurskornum möndlum yfir.

Bakið snúðana í heitum ofni, í miðjunni í 6-7 mínútur við rúmlega 225 gráður.

Auglýsingar
Sænski kanilsnúðadagurinn

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s