Detroit

IMG_4373Við fórum í yndislega ferð til Detroit í september að heimsækja vinkonu okkar þar. Detroit hefur upp á margt að bjóða en á sama tíma þá eru heilu hverfin í algjörri niðurníðslu. Við enduðum næstum í Kananda, tókum eina ranga beygju og allt í einu blasti við okkur brúin yfir til Kananda og það var engin leið til baka. Það fór aðeins um okkur því við vorum ekki með vegabréf á okkur og ég var farin að sjá fyrir mér að við myndum vera föst í Kananda um ókomna tíð. Góðhjartaðir starfsmenn lóðsuðu okkur út af svæðinu í gegnum læst hlið og ég vonaði heitt og innilega að þeir væru ekki geðsjúklingar sem myndu loka okkur einhvers staðar inni. Þeir reyndust bara vera hinir venjulegu hjálpsamir Kanar sem óskuðu okkur góðra ferðar. Ég var búin að borða ofurhollustu fæði í heilan mánuð þegar við lögðum land undir fót. Það reyndist þrautinni þyngri að borða heilnæma mat í vegasjoppum miðvesturríkja. Verra var þó þegar ég kom heim þá missti ég dampinn og leyfði mér að lita aðeins of mikið út fyrir línurnar.

IMG_4079

Það stendur þó allt til bóta og síðustu daga hef ég endurnýjað kynnin mín við græna matinn og um leið furðað mig á því af hverju ég gaf hann upp á bátinn. Mér líður alltaf betur þegar ég borða meira af grænum og heilnæmnum mat. Undanfarna daga hef ég drukkið gulrótarsafa í gríð og erg. Ég hef hingað til forðast gultrótasafa eins og heitann eldinn, það kom mér því ánægjulega á óvart að mér líkaði hann bara nokkuð vel. Ég reyndar set ætíð eitt epli með til að sæta safann.

Gulrótarsafi

UPPSKRIFT…

GULRÓTARSAFI

4-6 gulrætur eða c.a. 250 gr.

1 stórt epli

Gulrætur afhýddar og sett í safapressu

Eplið afhýtt og sett í safapressu.

Detroit

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s