Sunnudagshugleiðingar

ballett

 

Það er draumur minn að verða það góð af gigtinni að geta hlaupið. Ég gerði mjög lítið af því áður en ég veiktist, ég leiddi hugann sjaldan að því og datt sjálfsagt aldrei í hug að sá dagur mundi renna upp að ég myndi þrá fátt jafnheitt eins og að getað hlaupið. Til þess að getað hlaupið þarf svo ótrúlega margt að vera til staðar, allskonar vöðvar og liðir sem þurfa að vinna með líkamanum og þola höggin sem fara í gegnum líkamann þegar fæturnir lenda á jörðinni. Í sumar byrjaði ég að æfa fyrir fimm kílómetra hlaup, hægt og örugglega og í vikunni tók ég mín fyrstu hlaupaskref í mörg ár. Þau voru fá og stóðu yfir í 30 dásamlegar sekúndur. Mér láðist að taka eftir því hversu marga metra ég fór en kannski í næsta skipti. Finnur mun hlaupa aðeins lengur í dag en hann ætlar að reyna við hálfmaraþon. Ég hlakka til þegar við getum hlaupið saman.

Auglýsingar
Sunnudagshugleiðingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s