Fljótlegur morgunmatur

TréÞað er yndislegt að fylgjast með gróðrinu í garðinu taka á sig liti haustins og sjá öll þessi laufblöð falla. Suma daga er líkt og það rigni laufblöðum. Haustin í suðrinu standa ögn lengur yfir en á Íslandi. Ég á enn erfitt  að venjast því að vera á stuttermabol í miðjum október.  Katrín Anna leikur sér mikið í garðinu og dundar sér við að mylja laufblöðin niður í öreindir, móður sinni til nokkurs ama. Þetta er síðasta haustið sem við verðum í Chapel Hill, næsta haust munu við njóta íslenska haustins. Þær fimm mínútur sem það stendur yfir. Það er skrítið að hugsa til þess að tími okkar hér muni senn taka enda.

Hafragrautur

Ég er ekki hrifin af venjulegum hafragraut af tvennum ástæðum, í fyrsta lagi það þarf að standa við eldavélin á meðan hann mallar og suma daga þá mótmæla gigtveikir fætur því hástöfum. Í öðru lagi þá finnst mér hann ekki góður. Á móti kemur að hafragrauturinn minn er kaldur og ég get ímyndað mér að margir myndur sakna þess að borða heitan graut á köldum vetrarmorgni.

UPPSKRIFT…

FLJÓTLEGUR HAFRAGRAUTUR

50 gr Haframjöl

1/2-1 tsk Kanill

1 Banani

50 ml Vatn

Merjið banana í skál, setjið haframjölið, vatn og kanill út í og hrærið vel.

Ef þið notið tröllahafra þá mæli ég með því að láta þá liggja í bleyti til að mýkja þá upp.

Auglýsingar
Fljótlegur morgunmatur

Ein athugasemd við “Fljótlegur morgunmatur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s