Charleston

Charleston

Ég hef afskaplega gaman af því að reika stefnulaust um borgir þegar ég ferðast. Það er varla hægt þegar einn af ferðafélögunum er 20 mánaða orkubolti sem vill fremur leika sér en að dúsa föst í kerru allan daginn og þarf þar að auki að borða reglulega og lúra. Ég fékk engu að síður að reika stefnulaust um Charleston einn morguninn á meðan Finnur og tengdamamma kíktu á krakkasafn með Katrínu Önnu. Charleston er ein af elstu borgum í Bandaríkjum með litlum götum og pastellituðum dúkkuhúsum og lumar auk þess á undurfögru sólsetri. Ég skildi loks af hverju Suður-Karólína skellti sólarlaginu á númeraplöturnar sínar.  Ég er strax farin að leggja drög að næstu ferð.

IMG_5687

Helsti gallinn við að ferðast í Bandaríkjunum eru vegasjoppurnar, eftir þriggja daga ferðalag þá þyrsti okkur í kál og meira kál til að vega upp á móti brauðátinu síðustu daga. Hillur kjörbúðarinnar okkar eru fullar af granateplum svo mér fannst tilvalið að nota þau í gómsætt salat. Ég fann þessa uppskrift hjá einni sem ég fylgist með á Instagram og hún fann hana á Sprouted Kitchen og salatið er engu líkt. Ég á oft mjög erfitt með salöt, mig langar til að borða mikið af þeim en yfirleitt verð ég fyrir vonbrigðum og afgangurinn af kálinu linast upp í ísskápnum. Það er ekki raunin með þetta salat.

Charleston

Auglýsingar
Innskot

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s