Frida Kahlo

Frida Kahlo

Í heimabæ okkar er fátt um málverk miðað við Reykjavík og í raun fá tækifæri til læra að njóta málverka. Við fengum harla litla listasögukennslu í grunnskóla og það var æði oft sem ekki fengust myndlistarkennarar til kennslu. Myndlist var ekki til umræðu í samfélaginu, ætli þau sem stunduðu myndlist hafi ekki öll flutt suður í sollinn? Eina umræðan sem ég minnist er styrinn sem stóð og stendur jafnvel enn um vegglistarverk Baltasar Sampers í nærliggjandi sveitaskóla.

Bankinn skartaði einu veglegu náttúruverki í anddyri bankans og verk Dóslu héngu inni í sjálfum bankanum. Héraðshælið státaði einnig af nokkrum verkum þar á meðal útistyttum eftir Guðmund frá Miðdal en við fullfrískar unglingsskjátur áttum sjaldan erindi þangað. Listaverk Dóslu  var mér stanslaust tilefni til vangaveltna um list er ég var yngri því mér fannst eitt af verkum hennar í bankanum ekki vera list. Um var að ræða stórt málverk sem innihélt textíl og var í þokkabót af konu og satt best að segja eilítið ljótt í augum barn. Málverkið fangar athygli mína í hverri einustu bankaferð og þær eru ófáar og er fyrir löngu orðið eitt af mínum uppáhaldsverkum.

Þrátt fyrir skort á listasöfnum þá nutum við málverkanna sem náttúran bauð okkur upp á hverjum degi. Tignarleg Strandafjöll handan flóans, sólarlagið, kollurinn á Spákonufellsborg, dansandi norðurljós á veturna, litríku húsin í gamla bænum, víðáttan, iðjagræna eyjan í bæjaránni og síbreytileg birta og litir eftir tíma dags og árstíð. Kennarar hvöttu okkur margir hverjir til að líta upp, horfa í kringum okkur, læra nöfnin á kennileitum bæjarins, vita á hvað við horfum. Þegar við hófum vinnu þá lærðist fljótt fleiri nöfn, er manni var skipað að fara hingað og þangað og þurfti að viðurkenna fávisku sína.

Þó að listasögukennslan hafi verið af skornum skammti þá virðist nú svo að kennarar ásamt samfélaginu og málverki Dóslu hafi nú tekist ágætlega að ala upp myndlistaráhugann í okkur enda kannski ekkert skrítið að bær sem kappkostar að varðveita handverk alþýðukvenna ali af sér tvær stúlkur sem njóta myndlistar.

Auglýsingar
Frida Kahlo

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s