Jól og flutningar

birtaVið stóðum í stórræðum fyrir jól og fluttum einu sinni enn, í þriðja skiptið á árinu. Ég mæli ekki með að flytja korter fyrir jól, ýmisir fastir liðir líkt og jólakort duttu út fyrir vikið. Næsta ár, verður tekið með trompi í jólakortagerð, ég hlakka mikið til að mæta aftur eftir nær 5 ára fjarveru í jólkortagerð hjá æskuvinkonu minni í Víkurbakka. En þrátt fyrir flutninga og annríkið sem fylgir þeim þá náði ég að græja mat, pakka, smákökur og jólatré, klikkaði reyndar á jóladúknum! Jólin voru róleg hjá okkur, við lögðumst öll í veikindi, sem betur fer ekki öll á sama tíma.

JólapakkarBestu pakkarnir þetta árið komu frá mömmu. Hún sendir okkur alltaf bækur yfir hafið svo hægt sé að lesa fram á nótt á aðfangadag. Í ár fengum við Við Jóhanna og Hrunið og heim aftur. Jónína Leósdóttir hefur verið í uppáhaldi hjá mér síðan ég var lítil og var að stelast í Nýtt Líf hjá mömmu. Mér fannst það bera vott um mikinn þroska hjá sjálfri mér þegar ég byrjaði að lesa ritstjórnarfulltrúapistlana hennar.

Það styttist í ritgerðarskil hjá Finni og samhliða því er doktorsgráðustress með því mesta um þessar mundir á heimilinu. Í stað þess að plana mögnuð áramót reynum við að púsla saman dagskránni þannig að Finnur geti lært sem mest.

Auglýsingar
Jól og flutningar

2 athugasemdir við “Jól og flutningar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s