Ég er veik

Ég er veik, miklu veikari en ég læt uppi í daglegu tali við vini og vandamenn. Þrátt fyrir krónískan sjúkdóm sem ég hef burðast með í að verða 10 ár þá hef ég forðast að segja eftirfarandi: Ég, Erla, er fáránlega illa haldin af sóragigt og hef verið það í hartnær 10 ár og líklega verð ég aldrei frísk.

Þrátt fyrir að vera veik þá er ég miklu betri en ég var. Vandamálið er að þetta „miklu betra“ er frekar glatað. Ég er ekki með atvinnuleyfi hér og er því heima, en jafnvel þó ég hefði það þá gæti ég ekki unnið. Þrátt fyrir að vera heima þá þarf dóttir okkar að vera á leikskóla því ég get ekki sinnt henni eftir að hún fór að ganga og sofa minna á daginn. Ég get ekki eldað kvöldmat, ég hef varla eldað kvöldmat eftir að ég átti Katrínu Önnu. Eldamennska krefst yfirleitt af manni að standa yfir pottunum og/eða skera niður grænmeti, ég get hvorugt. Ég get ekki skrifað, ég get ekki gengið, ég get ekki staðið, ég get ekki setið. Þrátt fyrir allt þá er ég miklu betri en ég var.

Ég er ekki jafn kvalin líkt og ég var, mér er enn illt en verkirnir eru komnir niður um eitt þrep. Ég skipti sársauka í þrjú þrep: 1) Óbærilegir verkir, get ekki sofið, á erfitt með að hugsa. 2) Er illt, tek verkjatöflu. 3) Finn fyrir líkamanum en sársaukinn er mildur og truflar mig næstum ekkert.

Í dag get ég  gengið um íbúðina okkar án mikilla vandræða. Það koma vissulega slæmir dagar inn á milli en ég er t.d. byrjuð að geta gengið aðeins frá.

Í dag get ég farið í búðina án þess að þurfa að leggjast upp í sófa þegar ég kem heim, það er mikill munur.

Ég gæti tínt til fleiri atriði um bata en læt þetta duga í bili.

Í gegnum tíðina hef ég forðast eftir fremsta megni að tala um lífið með gigt. Ég tala um að ég hafi verið illa haldin en að núna er þetta allt saman miklu betra og að ég sé alltaf að verða betri. Það er í sjálfu sér ekkert óeðilegt, það er ansi niðurdrepandi ef ég væri alltaf að tala um hvað mér er illt og gæti ekki hreyft mig. En sannleikurinn er sá að ég hef verið — er — alltaf í hálfgerðri afneitun þegar kemur að þessum veikindum mínum. Fyrstu tvö árin sem ég var veik voru vægast sagt hræðileg, ég get engan veginn lýst þeim ógnarverkjum sem ég var heltekinn af, svo ég tali ekki um hreyfingarleysið. Í þeim aðstæðum þýddi lítið að velta sér upp úr hlutunum því ég þurfti bara að halda áfram til að lifa þetta af. Á þeim tíma gat ég ekki gengið um stúdíóíbúðina mína hvað þá gert aðra hluti.

Í sumar verða komin 10 ár síðan ég veiktist, á níu ára gigtarafmælinu setti ég mér metnaðarfullt markmið: að hlaupa 5 km í Húnahlaupi. Þetta markmið er í takt við draumkenndar hugmyndir mínir um getu mína. Ég get ekki gengið hvað þá hlaupið 5 km. Í vikunni fór ég í gönguferð, gleymdi mér og gekk í 10 mínútur. Ég lá í rúminu í þrjá daga eftir þá þrekraun.

Hver dagur er barátta. Hversdagslegir hlutir sem ég áður leiddi aldrei hugann að eru eins og að glíma við Mount Everest. Hvern dag get ég gert u.þ.b. einn hlut. Ég er með hreyfikvóta og hann er mjög lítill. Satt best að segja þá get ég verið þokkaleg af verkjum ef ég ligg fyrir allan daginn og geri ekki nokkurn skapaðann hlut. Þetta er mjög skrítið líf og í gegnum tíðina þá ég hef látið eins og þetta sé ekki lífið mitt.

Auglýsingar
Ég er veik

Ein athugasemd við “Ég er veik

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s