Kverkaskítur

Ég (Erla Guðrún) er búin að vera hálfveik frá áramótum, endalaus hálsbólga, kvef og nefrennsli. Læknirinn minn telur að nýja lyfinu sé um að kenna. Í fyrsta skipti síðan ég veiktist og byrjaði að taka gigtarlyf þá fæ ég aukaverkanir. Fyrir utan að vera veik í þrjá mánuði þá er bakið á mér eins og á 14 ára unglingi. Þegar kona er komin á fertugsaldurinn þá á hún að vera laus við bólur á bakinu. Við erum ekki að tala um eina eða tvær sakleysislegar bólur. Nei, nei, 23. herdeildin er öll mætt. Ég er öll út í sérkennilegum útbrotum í andlitinu, sóríasinn rauk upp og í þokkabót þyngdist ég um 10 kg. Eitthvað sem ég mátti ekki við verandi 10kg of þung fyrir. Eftir að hafa eytt ómældum tíma í að barma mér sem breytti engu þá greip ég til örþrifaráða. Ég byrjaði á ofurgrænmetisfæði, ég hef aldrei á ævinni borðað jafn mikið magn af grænmeti og síðustu viku.  Sem dæmi þá borðaði ég á einum og sama deginum: tvö grænkálshöfuð, heilan selleríshaus, poka af gulrótum, poka af spínati og sitthvað fleira.

grænmeti

Ég er svo heppinn að eiga vinkonu sem er mjög vel að sér í heilsufræðum og hún féllst á að hjálpa mér í gegnum vikuna, sem betur fer. Án gríns, ég hefði ekki komist í gegnum fyrsta daginn án hennar hjálpar. Vikan leið og þetta gekk svona upp og ofan. Suma daga var ég hrikalega svöng og máttlaus, aðra daga var ég uppfull af orku og gleði. Það var mikil hjálp í því að þurfa að standa skil á matarræðinu í dagslok. Ég sendi henni alltaf línu að kvöldi um hverja örðu sem fór inn fyrir mínar varir.  Ég vildi ekki þurfa að skrifa: „svo tapaði ég mér og fékk mér þrjár kökusneiðar, 10 brauðsneiðar og 5 smákökur (kökur eru sko minn helsti veikleiki) en að öðru leyti gekk dagurinn vel!“ Ég reyndi líka að lesa mér til um ofurgrænmetisfæði til að halda mér við efnið. Einn daginn var ég á mörkunum að eyða öllum af instagraminu mínu, var ekki að meika að sjá allar girnulegu réttina.

safar

Ég stóð mig með glans í ofurgrænmetisvikunni en ég féll með 4,5 í vikunni á eftir. Ég klikkaði á að hugsa almennilega fyrir því hvað ætti að taka við. Tveimur dögum seinna vorum við í partýi, ég var ekki með nesti og borðaði bara eins og venjulegt fólk, brauð, kökur, pönnukökur. Um kvöldið, í fyrsta skiptið í langan tíma þá gat ég ekki sofið fyrir verkjum. Daginn eftir átti ég tíma hjá heimilislækninum mínum, sem betur fer. Hún var nú ekki á því að það væru einhver tengsl þarna á milli, eða öllu heldur, hún vildi fara varlega í að draga miklar ályktanir af einu tilviki. Hún lagði til að ég héldi mig aftur frá hveiti og sykri í eina viku og prófaði aftur. Þ.e.a.s. ekkert hveiti og sykur í viku, borða síðan eitthvað með hveiti og sykri og sjá hvort viðbrögðin verða svipuð. Tilraunin leggst mjög vel í mig, sérstaklega vegna þess að  við verðum á ferðalagi þegar það er kominn tími til að borða aftur hveiti og sykur. Tímasetningin gæti ekki verið betri. Það er sko hægara sagt en gert að borða hollt, keyrandi um Bandaríkin.

Auglýsingar
Kverkaskítur

Ein athugasemd við “Kverkaskítur

  1. Dröfn skrifar:

    Gangi þér vel elsku Erla mín! Þetta er sko hægara sagt en gert. Ég held að málið sé einmitt að reyna sem best maður getur og hugsa ekki sem svo að maður sé fallinn eftir eina kökusneið heldur halda bara áfram. Hlakka óstjórnlega til að hitta þig fyrr en síðar, við eigum inni svo mörg hlátursköst og kjaftablaður frameftir öllu! xxx

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s