Sveitabæir í Norður-Karólínu

kofi

Á laugardaginn opnuðu bændur í Norður-Karólínu dyr sínar og buðu bæjarbúum í heimsókn. Veðrið lék við okkur og við náðum að kíkja á þrjá sveitabæi. Sveitabæirnir eru mjög frábrugðnir þeim íslensku, fyrir það fyrsta þá var malbikað upp að öllum bæjunum. Ég er viss um að margar myndu ekki slá hendinni á móti malbikuðum sveitavegum.  Margir bæjanna eru ekki með nein dýr, rækta eingöngu grænmeti og sveppi. Sökum kuldans í mars þá eru enn tvær til þrjár vikur í jarðarberin. Ég var vonsvikin, var búin að bíða spennt eftir að komast í jarðarberjartínslu. Katrín Anna var yfir sig hrifin af dýrunum. Á einum bænum voru alls konar ungar og kálfar til sýnis, sáum kanínuunga, kiðlinga og hvolpa. Kiðlingarnir slóu í gegn hjá Katrínu Önnu.

HænurBýlin í kringum Chapel Hill eru flest hver mjög lítil og mörg þeirra eru mjög framúrstefnuleg. Flestir selja afurðir sínar á bændamarkaði og í áskrift og á stöku stað er hægt að kaupa beint af þeim. Ég naut þess að keyra um sveitir Chapel Hill. Það er gífurlega fallegt í kringum Chapel Hill og margt að sjá. Ég kunni ekki að meta sveitasæluna fyrst er ég flutti hingað. Mig langaði frekar að búa í borg en bæ.

Grænkáll

Það eru fá verksmiðjubýli hér í kring. Dýrin fá því að fara út, borða gras og sum þeirra fá m.a.s. nöfn. Í Bandaríkjunum er ekki sjálfsagt að kýr fái gras að éta. Fyrst þegar ég kom hingað þá skildi ég ekkert í því af hverju það var tekið fram að tiltekið kjöt væri af dýrum sem hefðu fengið að gras að éta. Hvað annað ættu þau svo sem að borða! Við kaupum ekki oft kjöt en þegar við gerum þá reynum við að vanda til verksins og kaupa kjöt af dýrum sem fá að fara út, borða gras og svo framvegis. Á Íslandi þurfum við sem betur ekki að huga að þessum spurningum þegar við kaupum kjöt, allavegana ekki þegar við kaupum lamba- og nautakjöt.

Auglýsingar
Sveitabæir í Norður-Karólínu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s