„Í ástarsorg“

Litla glúten-tilraunin er loks á enda, tveggja vikna glúten-áti er lokið.  Ég var mjög hress þegar ég sleppti hveiti og sykri. Hálsbólgan og kvefið hvarf, bólurnar hjöðnuðu, ég missti nokkur kíló og gat rölt um bæinn. Því miður er ég ekki jafn hress og kát eftir glúten og sykur átið. Tvær vikur á venjulegu matarræði og ég er aftur komin hrikalega hálsbólgu, nældi mér líka í hósta, heppin. Þyngdist lítilega, bólur aðeins byrjaðar að mæta í partýið, útbrotin í andlitið mættu aftur og ég er hundrað sinnu verri í fótunum. Langar helst bara til að liggja fyrir hálfan daginn og hvíla mig til að eiga smá göngukvóta þegar Katrín Anna kemur heim af leikskólanum.

Það eru þrír dagar síðan ég hætti með glúteni og mér líður eins og ég sé í ástarsorg. Tilhugsunin um meiri göngukvóta ætti að verða til þess að ég myndi glöð skilja við glúten og sykur en nei, nei. Ég er búin að hengslast um í allan dag og vorkenna sjálfri mér auk þess að mikla glútenlaust matarræði fyrir mér. Ég var hársbreidd frá því að skoða myndir af forboðnum mat á netinu með vasaklút mér við hlið. Þetta er svo sem allt í lagi þegar ég er heima við en ég fæ hnút í magann við tilhugsunina um að vera með vesen í veislum og heimsóknum. Með góðri skipulagningu er hægt að komast hjá því en ég er svolítið langt frá því að skipulögð.

Fyrsta skrefið hjá mér var að hreinsa út af Instagramminu. Ég á ekki eftir að höndla að skoða girnilega rétti fyrstu vikuna (eða fyrsta árið). Ég á eftir að sjá eftir þeim en þið hin, sem getið lifað ljúfa lífinu og borðað glúten án þess að fá hálsbólgu ættuð að kíkja á þau.

 

Luisabrimble

Image

Myndirnar hennar eru gullfallegar. Því miður fyrir mig þá birtir hún of mikið af girnilegum brauðréttum. Þegar ég verð búin að ná góðum tökum á glútenlausu matarræði þá mun ég bæta henni aftur inn.

Yossyarefi

Autosave-File vom d-lab2/3 der AgfaPhoto GmbH

Hún heldur út bloggsíðunni Apt. 2.- baking company, og birtir myndir t.d. af guðdómlegum skonsum. Gífurlega fallegar myndir, ég vildi að ég væri jafn góður ljósmyndari og hún.

…að lokum er það drottningin sjálf  Joythebaker

pie

„Í ástarsorg“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s