Hofsós…

Um helgina fór ég til Hofsóss að heimsækja Ellu frænku. Veðrið var ekki upp á marga fiska, slagveður nánast alla helgina. Gaman að segja frá því að ég hitti ömmu mína sem er 89 ára gömul og enn í fullu fjöri. Ef ég næ sama aldri og amma mín þá á ég 60 góð ár eftir, sagði einhver genalottó. 

IMG_6490

Hér er ein góð saga af ömmu minni. Þegar ég var 18 ára þá fór ég á Sauðárkrók til að fara á Busaball. Ég fór til ömmu og beið þar eftir vinkonu minni sem ég ætlaði með á ballið. Hún var einnig með allt áfengið sem átti að drekkast á ballinu. Amma mín spyr; Sunna mín, ertu ekki að fara á ball? Jú, segi ég. Viltu þá ekki eitthvað að drekka? Ég tek vel í það og amma kom færandi hendi með sérrý og skenkti mér í glas. Þegar hún ætlaði að fylla glasið í fjórða skiptið þá sagði ég stopp, ef ég drekk meira af þessu þá æli ég. Þá segir amma, ég á líka kippu af bjór inn í ísskáp. 

 

Made with Repix (http://repix.it)

IMG_6313Made with Repix (http://repix.it)Made with Repix (http://repix.it)IMG_6317IMG_6327Made with Repix (http://repix.it)

Hofsós…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s