Líf með gigt

Í ár eru 10 ár síðan ég veiktist.
1 0 ár af verkjum.
Ég man ekki lengur hvernig það er að finna ekki til.  Ég á erfitt að ímynda mér verkjalausar hreyfingar. Á sama tíma man ég eftir mér fimm ára að leika mér í Urðarbrautinni. Ég get rifjað upp hvernig mér leið við leik og störf en minningar um líf án verkja er algerlega þurkkað út. Mér finnst að ég ætti að muna eftir að vakna og fara á fætur án þess að finna til. En ég man það ekki. Ef það rofar til þá stend ég á öndinni, þori ekki að slaka á af ótta við að verkirnir versni aftur.
Þeir hafa þó lagast,
mjög mikið.
Ólýsanlega mikið
Þeir blossa bara hundraðfalt upp við áreynslu, hreyfingu, eitthvað.
Á tímabili var ég svo upptekin af mat og áhrifum hans á gigt að mér byrjaði að líða líkt og að ég væri ekki með sjúkdóm heldur væru verkirnir/hreyfingarleysið sjálfsáskapað. Ég væri of neikvæð, brosti ekki nóg, væri með rangt hugarfar, borðaði ekki réttan mat. Ef ég væri jákvæð og borðaði réttan mat þá yrði ég frísk.
Í raun og veru afneitaði ég sóragigtinni og tók 100% ábyrgð á vanheilsu minni. Það mikla að ég þegar ég loks skipti um lyf og fór á lyf sem drógu úr virkni sóragigtarinniar þá trúði ég varla að það gæti gerst. Í kollinum hljómuðu fullyrðingar um að veikindin stöfuðu af neikvæðu hugarfari og röngu matarræði.
Það er mánuður liðinn síðan ég byrjaði í endurhæfingu. Mér gengur ágætlega, ég mæti, ég geri það sem ætlast er til af mér en það vantar allan kraft. Ég nenni ekki endurhæfingunni, ég vil bara getað tekið mín lyf og hókus pókus orðið frísk á nýjan leik.  Í stað þess að þurfa að puða þetta, að samræma endurhæfingu og heimili. Passa mig sífellt á að reyna ekki of mikið á mig. Sífellt að reikna út hversu mikið get ég hreyft mig þennan klukkutíma. Passa að eiga nóg afgangs ef ég þarf að fara í búðina.
Ég er uppgefin
Auglýsingar
Líf með gigt

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s