Að lifa með gigt í farteskinu

Fólk á í vandræðum með sjálft sig og lífið undir venjulegum kringumstæðum, hvað þá þegar kona þarf að burðast með gigt hvert sem hún fer. Á Íslandi er mikið lagt upp úr því að fólk sé jákvætt, æðrulaust og takist á við veikindin með bros á vör. Hugsanlega eru bara mínir innri fordómar að tala en ég hef furðu oft fengið ráðleggingar um mikilvægi þess að vera jákvæð.

Líf gigtarsjúklingar er einn helvítis táradalur.

Í dag fór ég í litla verslunarferð, tvær fatabúðir og ein matvörubúð. Ég stoppaði lengi í fatabúðunum en stutt í matvörubúðinni. Ég þurfti svo að ganga heim c.a. 1,2 km. Þegar kaupæðisvíman var runnin af mér, c.a. 50 m. frá verslunarmiðstöðinni. Loguðu fæturnir á mér af sársauka, hvert skref heim var óbærilegt og mig langaði til að henda mér í jörðina og láta einhvern bera mig heim. Gönguferðin var öskrandi áminning um að ég þurfi að skafa af mér aukakílóin. Af einhverjum ástæðum fattaði ég ekki að taka bara leigubíl heim fyrr en núna þremur klukkutímum seinna.

Akkúrat núna þá vorkenni ég sjálfri mér svo ótrúlega mikið fyrir að vera veik. Ég verð svo leið og fúl og öfundsjúk út í alla sem geta bara léttilega gengið. Þurfa aldrei að reikna út „ef ég geng svona mikið núna, þá get ég það ekki á eftir, best að taka strætó eða sleppa þessu o.s.frv.“

*Erla Guðrún*

Auglýsingar
Að lifa með gigt í farteskinu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s