Þráhyggja yfir mat

Ég skammast mín óstjórnlega mikið fyrir aukakílóin mín. Ég skammast mín enn meir yfir að skammast mín fyrir aukakíló en mest skammast ég mín þó fyrir að gera ekkert í þessu.

Ég hef reynt að sýna sjálfri mér samúð í seinni veikindum. Reyna að stilla kröfunum í hóf, átta mig á hvað ég get og hvað ekki. Síðasta vetur var ýmislegt í gangi fyrir utan veikindin sjálf og ég gaf sjálfri mér tíma til að vinna í þeim málum og slaka á aukakílóa refsivendinum.

Þennan vetur ætlaði ég mér að takast á við þau en í stað þess að grennast þá held ég áfram að fitna og fitna. Skyndibitavellíðan í hámarki, kökusneið til að bæta upp óhamingju.

 Mér finnst að ég eigi ekki að eiga í vandræðum með að grenna mig aftur. Mér finnst að af því að ég hef verið grönn mest allt mitt líf að þá eigi ég ekki að eiga í vandræðumasambandi við mat. Þrátt fyrir að matarvenjur mínar hafa verið út og suður síðustu ár.

Mér finnst ég hafa stjórn á mataræðinu þó að ég hafi það ekki.

Mér finnst að af því að ég hef haft stjórn á mataræði í gegnum árin að þá geti það ekki verið að það sé vandamál núna.

Af hverju er eitthvað vandamál núna sem hefur aldrei verið vandamál áður?

Auglýsingar
Þráhyggja yfir mat

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s