Sorg og sút

Það er töluvert leiðinlegra og erfiðara að breyta óhollum venjum heldur en að breyta hollum í óhollar. Síðustu vikur hef ég af veikum mætti horft í baksýnispegilinn og velt fyrir mér hvað í ósköpunum gerðist. Hvernig bætti ég á mig 30 kg á einu ári. Já, 30 kg á einu ári, 365 dagar þar sem ég borðaði verulega umfram mína orkuþörf. Ég neita því ekki að ég skammast mín, mér finnst svo skammarlegt að hafa misst stjórn á aðstæðum mér! Svona gerir maður ekki, svona geri ég ekki.

Ég er búin að vera í 10 ár að glíma við sóragigt, finna leiðir til að laga mig, lækna mig, bæta mig. Ég veit betur en að gúffa í mig óhollum mat oft og mörgum sinnum á dag. Af hverju hætti ég að taka skynsamar ákvarðanir. Finnst mér prins-póló í alvörunni svo gott að ég sé tilbúin að stefna heilsu minni í tvísýnu.

Alla 365 dagana er ég búin að reyna að hætta. Ég get ekki sagt að ég hafi verið ómeðvituð í gegnum 30 kíló þyngdaraukninguna. Ég tók vel eftir kílóunum en samt ekki. Það eru mörk á milli eðlilegrar hegðunar og stjórnlausar hegðunar. Ólýsanleg lína sem ég velti aldrei fyrir mér fyrr en allt í einu ég var komin yfir hana. Fyrri þekking, viska og skynsemi flýgur út um gluggann og allt í einu gilda aðrar reglur um mig. Ég taldi mér trú um að ég gæti borðað óhollar en aðrir og það væru aðrar afleiðingar fyrir mig. Ég á erfitt með lýsa þessu, hugsanlega er best að segja að öll heilbrigð skynsemi hverfur og í kjölfarið fylgir óskynsamlegar ákvarðanir. Heill hellingur af óskynsamlegum ákvörðunum, mörgum sinnum á dag.

Detroit-ferðin markaði tímamót hjá mér. Framm að henni var ég semí eðlieg, ég ætla ekki að halda því fram að ég hafi átt í eðlilegu sambandi við mat. Hegðunin hjá mér var ekki orðin sjúkleg líkt og núna. Eftir ferðina þá fóru síðustu grensurnar og hegðun mín varð sjúklegri með hverjum degi. 12 kíló bættust á mig þann veturinn en nær 20 kg um sumarið. Heilt ár af stanslausri þyngdaraukningu.

Ég finn að ég vil byrja að afsaka mig, að það séu eðlilegar skýringar á öllu þessu saman. Ytri aðstæður, innnri aðstæður, fyrri áföll, óheilbrigð samskipti, mikil veikindi. Það er allt satt og rétt, ég varð fyrir áfalli, ég þurfti að takast á við afleiðingar þess, það reyndi mjög á mig, ég var harla óánægð að vera búsett erlendis, það hentar mér mjög illa að vera heimavinnandi, það er lýjandi að finna stanslaust til, kvíði, depurð, stöðug vanmáttartilfinning. Það er erfitt egna skertar hreyfigetu að geta aldrei staðið við sínar skuldbindingar, geta ekki leikið við Katrínu Önnu, geta ekki sinnt starfi og heimili með fullnægjandi hætti. Ná aldrei settum markmiðum.

Sjáum hvað setur, ég reyni að gera betur í dag en í gær. Tek einn dag (eða öllu heldur einn klukkutíma) í einu.

Auglýsingar
Sorg og sút

Ein athugasemd við “Sorg og sút

  1. Hugrún Sif skrifar:

    Áfram þú!!! Mundu bara að taka eitt skref í einu í mataræðinu þá verður þetta leikur einn fyrir þig og ekki dæma þig of hart mín kæra 🙂 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s