Gigt, megrun, líkamsrækt

Ég komst í gegnum daginn án þess að gúffa í mig óhollustu. Ég hef nú svosum áður komist í gegnum daginn án þess að hafa prins-pólið gróið við mig. Það er erfitt að borða þegar kona er búin að þróa með sér átsýki. Í stað þess að verða mett eftir máltíð þá kviknar á óhemjuskrímsli sem vill meira og meira og meira, helst sætt. Venjulegt fólk getur ekki borðað meira þegar það er satt en ég vil meira og meira og meira. Það er átak að hætta að borða.

Ég tók mynd af mér í gær. Það er mikið mælt með þessu á fb-bloggum sem hafa náð árangri. Það er bara svo vandræðalegt að taka mynd sem er hugsuð sem fyrir-mynd ef það verður síðan enginn árangur. Hvað ef ég held bara áfram að gúffa í mig og eftir-myndin er eins eða verri. Það tók mig langan tíma að ná mynd þar sem ég var nógu sæt fyrir netið. Það fór síðan enn lengri tími í að reyna færa myndina í tölvuna, sem tókst ekki. Því er hér mynd úr símanum og allt úr fókus.

Megrun

Í samvinnu við sjúkraþjálfara er ég byrjuð í gönguferðum. Ég reyni að fara einu sinni í viku. Í dag var komið að stóru stundinni og í þetta skiptið mundi ég eftir að kveikja á Run kepper, rúmlega 500 m gengnir á tæplega 8 mínútum. Gangan krafðist þriggja klukktíma hvíld. Þetta er óþolandi ástand. Ein lítil gönguferð og ég er rúmliggjandi í marga tíma á eftir. Ég hélt að gangan myndi ganga betur. Ég er alveg komin upp í 10 mínútur í upphitun á hinum ýmsum tækjum í Heilsuborg. Við sjáum til hvernig næsta vika verður. Markmiðið er að geta sótt Katrínu Önnu fótgangandi á leikskólann.

Auglýsingar
Gigt, megrun, líkamsrækt

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s