Megrun 2. dagur

Mér gekk ekki jafn vel, mig langar ekki til að viðurkenna það. Yfirleitt þá byrja ég upp á nýtt, byrja upp á nýtt að telja góðu dagana. Það er auðvitað hluti af fullkomnunaráráttunni hjá mér. Allt á að vera svo flott frá fyrsta degi, aldrei nein mistök leyfð.

Núna er annur dagur í megrun, jafnvel þó að ég hafi hrasað í dag.

Líkamsræktin mín er lokuð á sunnudögum. Ég náði ekki að fara í gær en ég finn mikinn mun á hugarfari mínu. Ef ég hefði verið á bíl þá hefði ég farið. Ég fann að mig langaði til þess að fara og var svekkt að komast ekki í dag.

jóga

Gigtarverkir í helstu liðum fara minnkandi en ég er engu að síður með verki um allan líkama og síðustu daga hef ég átt mjög erfitt með gang. Sjúkraþjálfarinn minn í Gáska (sem er besti sjúkraþjálfi í heimi) segir að líklegast megir rekja það til bandvefs.

Það er þekkt að það strekkist á bandvefnum og hann stífnar við langvarandi verki líkt og hrjá gigtarsjúklinga. Þegar ég fer í líkamsræktina og vöðvarnir stækka þá strekkist á bandvefnum í stað þess að hann fylgi vöðvanum. Þetta er mjög sársaukafullt. Hún skipaði mér að rúlla mér á frauðrúllunni alla daga, oft og mörgum sinnum.

Í dag:

2 x stuttar jógaæfingar

1 x rúllan góða

nuddtæki

stuttar teygjur

Megrun 2. dagur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s