Meinlætamataræði

Ég stefni á að lifa meinlætalífi í hálfan mánuð plús einn dag í von um skjótan gigtarbata. Batinn hefur staðið í stað að undanförnu. Ég er sjúk í Joe Cross og allt hans fylgdarlið. Ég ligg yfir sögum af fólki sem hefur djúsað sig til heilsu og læt mig dreyma að leika það eftir. Lengsta safafastan sem ég hef náð er 7 dagar.

Síðustu tvær vikur hef ég einbeitt mér að mataræðinu á nýja leik og spáð meira í hvað fer ofan í mig. Suma daga gengur mér vel, aðra ekki jafn vel.

28. nóv, 29. nóv, 30. nóv, 1. des, 2. des, 3. des, 4. des, 5. des, 6. des, 7. des, 8. des, 9. des, 10. des, 11. des, 12. des.

Á morgun er síðasti séns til að byrja 15 daga safaföstu fyrir áramót. Því 12. des brunum við mæðgur norður í land. safar

Ég hef prófað mig áfram í safagerð síðustu daga og gengið þokkalega. Vandinn er að ná að búa til safa, sinna endurhæfingu, taka til og sjá um barn og hús. Á morgun ætla ég að byrja nýja rútínu.

  • Skutla Katrínu í leikskólann
  • Koma heim og búa til safana
  • Fara í ræktina
  • Versla
  • Heim í sturtu
  • Hvíld
  • Sækja Katrínu
  • Taka til

 

 

Auglýsingar
Meinlætamataræði

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s