Svefnleysi

Ég á erfitt með svefn.

Áður en ég byrjaði á Humiru þá voru kvöldin kvalræði. Versta tilfinning í öllum heiminum er þegar maður er orðinn þreyttur en nær ekki að festa svefn vegna verkja. Það er ekkert jafn slæmt og ég skil af hverju svefnleysi er notað sem pyntingaraðferð.

Nú, rúmlega ári eftir að ég byrjaði á Humiru hefur allt skánað, líka kvöldverkirnir. Vöðvar, sinar og liðir virðast þó eiga erfitt með að aðlagast breyttu lífi. Þegar ég leggst upp í rúm þá spennist allur líkaminn upp, og ég finn hvernig líkaminn undirbýr sig fyrir komandi átök. Átök sem nú eru í mýflugumynd og engin ástæða til að kvíða kvöldverkjunum lengur. Verkirnir koma en eru mildir og viðráðanlegir. Mér líður eins og líkaminn haldi niðri í sér andanum og þori ekki að treysta nýja veruleikanum. Síðustu ár hafa verið erfið og hví ætti líkami sem hefur kvalist svo lengi að treysta því að þetta endist. Er ekki betra að vera viðbúin því sem koma skal.

Auglýsingar
Svefnleysi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s