Kertastjakar

image (2)

Við mægðurnar skelltum okkur í sumarfrí til Íslands og  erum fyrir löngu komnar aftur til Chapel Hill. Það var yndislegt að hitta vini og fjölskyldu en það varð því miður minna um hittinga heldur en vanalega. Kom í ljós að það var ögn meira vesen að ferðast með litla snúllu en ég hafði reiknað með. Ferðin var engu að síður vel heppnuð og við vorum lánsamar að vera mestmegnis fyrir norðan í júní þannig að við sluppum við haustveðrið í borginni. Við fengum í staðinn dásemdarveður þannig að flesta dagana opnuðum við bara út á pall og nutum veðurblíðunnar. Katrín Önnu leiddist ekki að hafa heilan sandkassa út af fyrir sig og breiður af fíflum sem hún mátti tína. Ég hins vegar nýtti tækifærið og skellti í nokkra kertastjaka meðan ég var fyrir norðan. Mig hefur lengi langað til að prófa að búa til kertastjaka úr steypu en alltaf miklað það fyrir mér.  Þegar á reyndi var þetta svipað verk líkt og að skella í eina köku.

innihald

Það sem þarf til: steypa, plastglös, sprittkerti, límband, fata og vatn.

kertastjakar

Fyrst af öllu er að skella steypunni í lítið fat og hræra vatni saman við. Hér gildir það sama og þegar hrært er í deig, betra að setja minna af vökva og bæta í.  Hræran á að vera nokkuð þétt í sér. Ég var með tvær gerðir af plastglösum til að setja hræruna og hálffyllti þau.

aðstoðarkonur

Aðstoðarkonurnar að hræra í steypunni

skref nr. 2

Þegar búið er setja steypuna í glösin þá er gott að hrista glasið aðeins til að slétta yfirborðið. Því næst eru kertin sett í miðjuna. Ég setti nokkrar umferðir af límbandi á sprittkertið til að gatið yrði stærra en sjálft kertið. Rauða kertinu sneri ég í nokkra hringi til að víkka ögn gatið.

steypukertastjakar

Ég lét kertastjakan vera í plastglösunum yfir nótt en ég tók kertin úr eftir c.a. sex tíma. Morgunin yfir klippti ég glösin af og þetta er afraksturinn.

klippt

Auglýsingar
Kertastjakar

Dúkur

Image

Mér finnst þetta vera frábær hugmynd til að lappa upp á gamla og slitna dúka, ekki það að ég eigi marga dúka, hvað þá slitna og gamla. En það er sjálfsagt hægt að fá dúka á góðum prís í Góða hirðinum eða álíka stöðum.  Ég rakst á þennan dúk um daginn,  ásamt fleiri sniðugum og einföldum DIY hjá  A Subtle Revelry.

painted-table-cloth-diyVirkilega fallegar myndir hjá henni og ég dýrka svona föndursíður með einföldum föndurverkefnum. Ég er með svo mikla þumalputta að ég ræð einungis við allra einföldustu föndurverkefni.

Dúkur

Uppskriftabók

matreiðslubók1Ég hef lengi ætlað að koma því í verk að skrifa upp uppáhalds uppskriftirnar mínar, hafa þær allar á einu stað, sem auðvelt er að grípa til þegar þarf á að halda. Ég hafði séð fyrir mér stútfulla bók fulla af gómsætum réttum sem ég gæti síðan skipt niður á mismunandi vikur. Vandamálið hvað á að vera í matinn? væri úr sögunni fyrir fullt og allt.  Þegar til kom þá voru afskaplega fáar uppskriftir sem komust í bókina því ég vildi bara hafa uppskriftir sem við eldum reglulega. Það ríkir sem sagt ekki mikil fjölbreytni hjá okkur í mat þennan veturinn hjá okkur. Ég ætla að afsaka mig með litlu snúllunni, það virðast bara vera aðeins færri klukkustundir í sólarhringnum síðan að hún mætti á svæðið og miklu meira andleysi.

matreiðslubók

Þetta endaði bara í sjö uppskriftum, sem er ekki mikið og kallar á að við  þurfum að útvíkka aðeins sjóndeildarhringinn og glugga í matreiðslubókum eða liggja á netinu og skoða ljúfeng matarblogg líkt og Eldað í vesturheimi  til að geta með tímanum bætt í bókina.

Ég skrifaði ekki bara uppskriftirnar upp heldur gerði ég líka innkaupalista fyrir hverja uppskrift til að hafa í bílnum. Hér förum við allra okkar ferða á bíl því gangstéttir eru sjaldséðir hvítir hrafnar. Við höfum sem sagt margoft verið stödd á bændamarkaðinum eða í búðinni, tilbúin til að versla í matinn og ekki munað eftir því hvað er í hverjum rétti. Á innkaupalistanum hefur stundið bara staðið kaupa í spínatréttinn, sem segir mér fátt. Með þessu móti þurfum við bara að muna hvað er til í ísskápnum. matreiðslubók33Afraksturinn ein lítil matreiðslubók og einn allsherjarinnkaupalisti, núna vantar bara einn kokk.

Uppskriftabók

Púðar

Þessi púði hefur átt hug minn allan síðustu daga, ég dundaði mér við að sauma hann út, síðustu vikurnar á meðgöngunni. Púðinn bjargaði nær geðheilsunni minni því ég var orðin býsna óþolinmóð að bíða eftir snúllunni. Ég hef ekki saumað út síðan ég var barn því eru nokkur misstök nú þegar komin og ég á enn helminginn eftir. Mamma kemur um páskana út til okkar og markmiðið er að ná klára hann áður en hún mætir á svæðið. Heima hjá ömmu og afa eru útsaumaðir púðar út um allt, bara í stofusófanum eru öruggulega hátt í 10 púðar. Ég er því sérstaklega veik fyrir svona púðum og finnst fátt notalegra en hafa útsaumaða púða í stofunni. Ég stefni þó að hafa aðeins færri en amma. 

púðiÞessi púði fæst í Hannyrðaverslun Erlu á Snorrabrautinni. Ef þið hafið gaman af því að prjóna, sauma út eða hekla þá mæli ég hiklaust með þessarri búð.

 

Púðar

Gjafapappír

Þegar ég var lítil þá snerist umhverfisvitund að mestu um að henda ekki rusli út um allt. Það væri nú líklegst réttara að segja að það var það sem sat eftir hjá mér. Amma átti mömmu á fullorðinsaldri eitthvað í kringum 45 ára aldurinn, amma var fædd 1907 og ólst upp við aðrar aðstæður en ég. Hún bjó í torfbæ, ekki þessum glæsilegum sem maður sé á söfnum í dag. Rafmagn, hitaveita, vegasamband, verslanir og ofgnótt var ekki komið. Amma og afi ólust upp við nýta allt sem til féll, mamma er og var ótrúlega nýtin og við bjuggum í návígi við ömmu og afa. Eitthvað af þessarri nýtni hefur færst á milli kynslóða þó ég er viss um að amma og afi mundu ekki kvitta upp á að ég væri nýtin.

breytt storkleður

Í ár reyndi ég að nýta það sem til var á heimilinu til þess að pakka inn gjöfunum og gekk það ágætlega þó ein hefðbundin jólagjafaörk úr Target hafi fengið að fljóta með úr einni búðarferðinni. Ég átti  pappírsörk sem var utan um  plaköt sem ég keypti fyrr í vetur. Ég notaði strokleður til að stimpla á pappírinn, skar út þríhyrningsmunstur og penslaði með svarti akrýl málningu eða gulllitaðari.

2 þrihyrningar

Ég gerði þau mistök með gullitlaða pappírinn að hafa þríhyrningana of nálægt hvoru öðrum. Það var ofsalega gaman að stimpla í byrjun en þetta urðu óþarflega mörg handtök hjá mér og ekki alveg jafnmikil gleði við völd við síðustu þríhyrningana.

þríhyrningarr

Ég var mjög ánægð með útkomuna og að hafa komið því að verk að gera þetta. Yfirleitt kemst ég ekki lengra en hugsa um að gera hlutina. Þess má geta að amma og afi geymdu alltaf jólagjafapappírinn sem þau fengu um hver jól til þess að nota hann um næstu jól.

þríhyrningar 2

Gjafapappír

Ódýr húsgögn

Þrátt fyrir að búa í Bandaríkjunum þar sem hægt er að kaupa allt sem hugurinn girnist þá verslum við oftast í búðum sambærilegum við Góða hirðinn. Eitt af því fyrsta sem við keyptum þegar við fluttum út var kommóða. Ég á erfitt með að lifa án kommóðu, ég þarf að hafa einhvern stað til að troða öllu draslinu niður í. Kommóðan okkar er langt frá því að vera falleg.

Hún er hentug en það er ekki fallegt að horfa á þetta þarfaþing. Það væri gaman að koma því í verk að mála hana í öðrum lit en þeim æpandi fjólubláa lit sem fyrri eigendur völdu.

Ódýr húsgögn