West Elm

kopar 2

Útsölur eru í fullum gangi í West Elm og ég læt mig dreyma um kopareldhúsáhöld. Hugsa að þetta endi með að ég drífi mig í mollið um helgina.

kopar 1

Auglýsingar
West Elm

Sænskir tebollar

Ég er hugfangin af sænskum tebollum, sérstaklega þeim sem koma úr smiðju Stig Lindberg.

Spisa Ribb

Spisa Ribb

Stig Lindberg

Berså

Adam Stig Lindberg

Adam

Hægt er að kaupa alla bollana í Huset, nema Berså bollana. Þeir, ásamt hinum, fást í vefverslun Gustavsbergs.

Finnst ykkur þeir ekki vera dásemd þessir bollar?

Sænskir tebollar

Keramik frá vestur og austur Þýskalandi

Það er mikið um keramik í Norður-Karólínu og ég hef mjög gaman að því að skoða keramikbúðirnar hér þó að stíllinn sé frábrugðinn því sem ég á að venjast. Vonandi mun ég geta safnað saman nokkrum hipp og kúl keramik verkum héðan en mér hefur gengið illa að finna eitthvað í þá áttina.

Strehla Keramik

Austur-þýskir vasar frá Strehla Keramik

Ég verð alltaf hrifnari og hrifnari af keramikvösum og enn sem komið er þá er hægt að fá retro kermikvasa á viðráðanlegu verði. Það læddist einn gamall vasi frá Funa með mér heim í sumar þegar ég kíkti í Frúnna við Hamborg á Akureyri.

732bf66f4243930bada6d8fa8f504117

5701d0da1ee1de0bf2b6f7635b8a9cc0

Keramik frá vestur og austur Þýskalandi

Fallegt á fimmtudegi

Þegar rökkvar að á haustin þá leiði ég hugann meir að ýmiskonar birtugjöfum. Haustið er uppáhalds árstíminn minn. Á meðan flestir fyllast fítonskrafti á vorin þá er haustið minn tími til að koma hlutum í verk.

http://www.rockettstgeorge.co.uk/beaded-ceiling-light-21227-p.asp

Mér hugkvæmdist ekki að skella smá lit á kertastjakann sem ég bjó til fyrr í sumar.

kertastjaki

Vinnuljós frá Design House Stockholm

work-lamp-for-design-house-stockholm-worklamp1

Flott DIY kerti sem er að finna hjá sænska bloggaranum MIJA

Kertaljós

Fallegt á fimmtudegi

Made in USA

Í mínum huga var flott húsgagna.- og vöruhönnun aðallega að finna á Norðurlöndum og í Evrópu, made in USA var ávísun á yfirþyrmandi húsgögn. Yfirþyrmandi, ljót og smekklaus. Því lengur sem ég dvel í  í Bandaríkjum því meir kemst ég að lítil innistæða var fyrir sleggjudómunum mínum (ekki það, það er leikur einn að finna ljót, yfirþyrmandi og smekklaus húsgögn).

Lampar

Lampar úr smiðju Michael James Moran.

Blaðakarfa

Mig langar svo í þessa blaðakörfu frá ByAMT. Ég sé fyrir mér hvað hún færi vel á stofugólfinu okkar.

Hillur

Ómótstæðileg hillusamstæða eftir Stephan Burkes

Made in USA

Eitt og annað fallegt…

teppi

Ég er orðin mikil áhugakona um teppi eftir að 4 ár í teppalandinu mikla. Ég verð að segja að það var mikill plús að hafa teppi á gólfunum þegar Katrín Anna var ponsu pons. Þetta teppið kemur úr smiðju Scholten & Baijings’

kjólar

Ég er svo hrifin af  prjónavörunum frá The Knit Kid. Ég hef áður birt myndir af vörunum þeirra, sé smá eftir því að hafa ekki keypt mér peysu frá þeim síðast þegar ég var að slefa yfir vörunum frá þeim því þær hafa hækkað umtalsvert síðan síðast, ekki að undra.

hnífapör

Hnífapör í lit! Ég er svo hrifin af þessum hnífapörum að það er vandræðalegt,  finnst bæði lagið á þeim og liturinn fallegt. Ég veit ekki hvort ég eigi að ljóstra því upp en á mér hvorki meira né minna fimm uppáhálds hnífapör.

Eitt og annað fallegt…

Gjafir fyrir nískupúkann

Ég hef mjög gaman að velja gjafir fyrir vini og vandamenn. Síðan Finnur byrjaði í doktorsnáminu sínu og við fluttum út þá hef ég þurft að vanda vel til verks til að finna tiltölulega ódýrar og eigulegar gjafir. Ég skoða stundum vikutímarit til að fá hugmyndir en flestar gjafahugmyndir þar eru ekki færi á fólks í námi. Aðalkúnstin finnst mér að finna hluti sem er eigulegir þó að þeir kosti ekki mikið.

marimekko

Þessi fína marimekko skál fæst í Epal á 3.500 kr

Gjafir fyrir nískupúkann