„Pappa Pastell“

Ég er nýbyrjuð að fylgjast með pappa pastel, sem er sænskur pastelelskandi faðir með brennandi áhuga á innanhúshönnun, á instagram. Við dýrkum karla sem lita út fyrir karlmennskurammann, auk þess sem ég væri til í að eiga jafn hreina íbúð og hann. Hvernig fer fólk að því að hafa heimilin spikk og span þegar börn koma til sögunnar. Ég er bara með eitt og húsið er alltaf á hvolfi. Hér eru nokkrar myndir af instagrammi pastel pabba sem heitir víst Pear Ottoson.

20131028-212913

Auglýsingar
„Pappa Pastell“

Matarstell

webb_elements_servisr-419x600

Ég hafði aldrei spáð mikið í matarstell fyrr en við héldum fyrstu jólin okkar hérna úti. Við áttum einungis diska frá PTA sem er Góði Hirðir Karólínubúa. Þó að diskarnir væru góðir til sín brúks þá voru þeir ekkert augnayndi. Ég endaði því á að kaupa mér tvo sæta hvíta diska til að lífga upp á jólaborðið. Upp frá því fékk ég gríðarlegan áhuga á að skoða matarstell og eyddi ómældum tíma í að skoða mismunandi stell á netinu (jebbs, ég er mjög góð í að hanga í tölvunni). Það er svo mikið til af fallegum og sniðugum matarstellum. Ég væri alveg til í að eiga 10 mismunandi matarstell og ætti ekki í neinum vandræðum með að fylla upp í þann kvóta.

Þessi tvö finnst mér standa upp úr; hið fyrra multicoloured elements frá Royal Copenhagen og  hið seinna matarstellið frá aurum.

ce91729d43b88e747af1acce4078a5f3

Matarstell

Skrítna vorið

68280e76-1c01-4ac7-9e30-15eaf9f7d7b5-largeVorið í ár er án efa skrítnasta vorið í manna minnum, samkvæmt veðurspánni á einu sinni enn að kólna hjá okkur, að vísu bara í tvo daga.  En ég væri til í sumar og sól alla daga því það styttist óðum í Íslandsförina og það væri ljúft að fá góða vordaga þangað til því ég er nokkuð viss um að það bíði mín bara snjór og kuldi heima.

1012terra4

Ég er pínu skotin í þessum  blómavösum

seq7pcrfv98ucqiswga4

Skrítna vorið

Sumar í Svíþjóð

truedatorp-dining-areaFöðurfjölskyldan hans Finns býr í Svíþjóð, nánar tiltekið Gautaborg. Í sumar förum við og heimsækjum þau, við höfum ekki farið síðan að Katrín Anna fæddist. Ég hlakka mjög mikið til að kynna hana fyrir þeim og er fullviss um að hún eigi eftir að heilla alla upp úr skónum. Ég féll algerlega fyrir Gautaborg þegar ég fór þangað og í þetta skiptið vona ég að við munum hafa einhvern tíma til að sjá meira af sveitunum í kring.

truedatorp-exterior-bedroom

 

Sumar í Svíþjóð

Búið í Brooklyn

baked-in-brooklyn

Ég ólst upp úti á landi þar sem er hátt til lofts og vítt til veggja, ég þoli því ekki lengi við í stórborgum. Mig langar til að ýta byggingunum til hliðar svo ég geti andað og ég vil getað skrúfað niður í bílaniðnum. Við eyddum mánuði í New York eitt sumarið og í lok mánaðarins var ég komin með snert af innilokunarkennd. Borgin var yndisleg en það var aðeins of mikið af húsum og of mikill hávaði (ekki það ef ég fengi tækifæri til að búa og starfa í borginni þá myndi ég ekki slá hendinna á móti því). Það kom því ekkert mikið á óvart að ég félli fyrir Brooklyn. Þar var aðeins minni hávaði og byggingarnar ekki jafn yfirþyrmandi.

boerum-hill-townhouse-dining-room

 

Búið í Brooklyn

iittala

Í kringum þrítugsaldurinn byrja vinir manns að gifta sig, sumir í leyni, aðrir með pompi og prakt. Ég elska brúðkaup og ég elska hvað brúðkaup eru orðin fjölbreytt og kjólarnir orðnir allavegana og mér finnst eins og undanfarin ár hafi verið mikil stemming fyrir því að hafa hlutina eins og hver einn og vill, hvort sem það er risa veisla eða gott partý í heimahúsi. Ég held að ég sé ekki að ýkja neitt ógurlega þegar ég segi að ég hafi farið í brúðkaup síðustu 5 sumur, sum árin í fleiri en eitt. Mér finnst ótrúlega skemmtilegt að kaupa brúðkaupsgjafir, ég hef yfirleitt slegið saman með öðrum og átt góðar stundir við að finna út hina fullkomnu gjöf. Oftar en ekki hef ég endað á kaupa eitthvað frá Iittala til að gefa. Það er oftar en ekki á óskalistanum hjá fólki en iittala vörurnar eru líka svo tímalausar, vandaðar og stílhreinar. Íslendingar eru ekki þeir flippuðustu  þegar kemur að húsbúnaði.

iittala

Ég notaði nokkrar svona undir konfektið þegar ég skírði og mér fannst það koma svo skemmtilega út. Systir minni fannst þeir þó óþarflega litríkir, hún er 100% í svart- hvítu -einlitu deildinni.

ii

Festivo kertastjakarnir væru því hin fullkomna gjöf fyrir hana.

277393658268662639_9IzrM5X5_c

iittala

Kopar

Mig langar eilítið í svalan koparhlut inn á heimilið. Það er yard-sale fyrir utan blokkina hjá mér á sunnudaginn, klukkan 9. Veit ekki hvort ég nenni að rífa mig á fætur og skunda út svo snemma því ef hún byrjar 9 þá er vissara að vera mætt löngu fyrir 9. Bandaríkjamenn taka bílskúrssölur mjög alvarlega. Við höfum farið á tvær og ekki fundið neinar gersamar enn enda mættum við seint og þá er yfirleitt það sem eitthvað er varið í farið. Kannski í þetta sinn verðum við heppin og finnum einhvern sætan kopar vasa eða kopar óróa.

 

Ég get ímyndað mér að  kopar kertastjakar og vasar komi  sérstaklega vel út þegar  svart og hvítt er ráðandi litur inn á heimili

Kopar