Jólakveðja

Kæru lesendur, við óskum ykkur gleðilegra jóla og vonum að þið komist öll heim þrátt fyrir slæmt ferðaveður.

Auglýsingar
Myndband

Áramótheit

Ég er c.a. þremur vikum á eftir tímanum þennan mánuðinn, þessi flensa gerir það að verkum að slow motion er hrikalega hratt við hliðina á mér. Ég set aldrei áramótaheit fyrir utan þessi venjulegu hætta að reykja (þegar ég reykti), borða hollari mat, hreyfa sig meira, ferðast og fleiri almenn í þessum dúr. Í ár settist ég niður í fyrsta skipti með blað og penna og pældi í því hverju vil ég koma í verk á þessu á ári. Þessi týpísku áramótheit voru strengd en nokkur önnur óvenjulegri voru líka sett.

áramótaheit

Fara á körfuboltasafnið sem er við hliðina á húsinu okkar en eftir nær tveggja ára búsetu, höfum við ekki enn drattast yfir götuna. Æfa mig í að gera armbeygjur, ekki á hnjánum, skrifa sendibréf, búa til hnetusteik og sitthvað fleira. Ég er spennt yfir þessu ári þó að mér finnist 2013 ekki vera jafn flott líkt og 2012. áramótaheit á vegg

Áramótheit

Síðbúin jólagjafafærsla

Ég endaði árið með flensu og hef allt nýja árið verið veik með hálsbólgu, kvef, ennis og kinnholubólgu, eyrnaverk og það nýjasta veirusýkingu í munni. Nágranni minn frá Suður-Kóreu telur að 2013 verði gæfuríkt fyrir mig því það er víst fátt betra  en að verða fyrir óláni í byrjun árs því þá er kvótinn búinn fyrir árið. Ég vona svo sannarlega að þetta eigi við og ég bíð spennt eftir því að þessi flensa gangi sinn gang. Þar sem heilsan  hefur ekki verið upp á marga fiska þá er dáldið mikið andleysi í gangi á þessum bæ.

Dansk pottur

Þegar við fluttum hingað út þá keyptum við pottasett í dollarabúð, þeir hafa dugað okkur ágætlega hingað til en gæðin eru ekki til að hrópa húrra fyrir. Við fengum þennan frá pabba og hann er dásamlega fallegur og ég er himinlifandi með hann.

Vatnsflaska

Þessi flaska sem heldur köldu í 24 tíma og heitu í 12 tíma á eftir að koma sér vel í hitanum í vor. Hitinn hér verður oft óbærilegur og því er nauðsynlegt að drekka mikið af vatni en það vatn sem er búið er að vera í tvo klukkutíma í bíl hér er eiginlega ódrekkandi, hljómar hálf ótrúlega.

Katrín

 

Þessi snúlla fékk bíl frá systkinum mínum og var harla ánægð með gripinn. Hún var á jólunum í gamla jólakjólnum mínum. Þegar ég sagði mömmu að hún hefði verið í gamla jólakjólnum mínum kom í ljós að ég ætti hann ekki heldur ætti eldri systir mín hann. Hann var svo notaður á mig á fyrstu jólunum mínum. Týpískt fyrir okkur yngri systkini um allan heim. Það er bót í máli að umrædd systir er lítið fyrir gamla hluti og mun að öllum líkindum ekki gera tilkalls til kjólsins.

Síðbúin jólagjafafærsla

Gjafapappír

Þegar ég var lítil þá snerist umhverfisvitund að mestu um að henda ekki rusli út um allt. Það væri nú líklegst réttara að segja að það var það sem sat eftir hjá mér. Amma átti mömmu á fullorðinsaldri eitthvað í kringum 45 ára aldurinn, amma var fædd 1907 og ólst upp við aðrar aðstæður en ég. Hún bjó í torfbæ, ekki þessum glæsilegum sem maður sé á söfnum í dag. Rafmagn, hitaveita, vegasamband, verslanir og ofgnótt var ekki komið. Amma og afi ólust upp við nýta allt sem til féll, mamma er og var ótrúlega nýtin og við bjuggum í návígi við ömmu og afa. Eitthvað af þessarri nýtni hefur færst á milli kynslóða þó ég er viss um að amma og afi mundu ekki kvitta upp á að ég væri nýtin.

breytt storkleður

Í ár reyndi ég að nýta það sem til var á heimilinu til þess að pakka inn gjöfunum og gekk það ágætlega þó ein hefðbundin jólagjafaörk úr Target hafi fengið að fljóta með úr einni búðarferðinni. Ég átti  pappírsörk sem var utan um  plaköt sem ég keypti fyrr í vetur. Ég notaði strokleður til að stimpla á pappírinn, skar út þríhyrningsmunstur og penslaði með svarti akrýl málningu eða gulllitaðari.

2 þrihyrningar

Ég gerði þau mistök með gullitlaða pappírinn að hafa þríhyrningana of nálægt hvoru öðrum. Það var ofsalega gaman að stimpla í byrjun en þetta urðu óþarflega mörg handtök hjá mér og ekki alveg jafnmikil gleði við völd við síðustu þríhyrningana.

þríhyrningarr

Ég var mjög ánægð með útkomuna og að hafa komið því að verk að gera þetta. Yfirleitt kemst ég ekki lengra en hugsa um að gera hlutina. Þess má geta að amma og afi geymdu alltaf jólagjafapappírinn sem þau fengu um hver jól til þess að nota hann um næstu jól.

þríhyrningar 2

Gjafapappír

Gleðilegt nýtt ár

sunnaVið viljum óskum öllum gleðilegs nýs árs. Við höfum fulla trú á því að 2013 eigi eftir að verða frábært ár, við erum fullar tilhlökkunar fyrir þeim ævintýrum sem bíða okkar nýju ári.

áramótHér í Chapel Hill varð minna um partýstand en plön gerðu ráð fyrir. Flensan náði hámarki á gamlársdag og örþreyttur eiginmaður sem er búinn að hugsa um barn og konu síðustu daga frábað sér alla eldamennsku. Ég fór inn á dásamlegu matarsíðuna Eldað í Vesturheimi til að finna eitthvað sniðugt. Við skunduðum svo í Whole Foods og keyptum mat sem þarfnaðist engrar eldamennsku og afboðuðum okkur í partýið. Þetta heppnaðist með ágætum og heilsan lagaðist þegar leið á kvöldið og náðum við að horfa á kúluna detta.

1b13ce1e53d011e299a722000a9d0ee0_7

Við svo strengt einhver áramótaheit, eitt af mínum er klárlega að vera hressari á gamlárs.

Gleðilegt nýtt ár

Jólagjafir

Jólagjafir

Við erum alltaf að reyna eins og við getum að endurnýta hlutina og það gengur svona upp og ofan. Í ár tókst mér að nýta það sem til var á heimilinu til þess að pakka inn gjöfunum. Ég er ánægðust með hvíta pappírinn en ég notaði strokleður til að búa til þríhyrningana.
Jólin eru búin að vera ljúf hjá okkur og það var sérstaklega gaman að fylgjast með litlu snúllunni tæta pakkana. Það er að mörgu leyti undarlegt að halda jólin fjarri vinum og ættingjum, í tveggja stafa hitatölum og með grænmetisætu. Í stað þess að hafa kjöt á aðfangadag þá vorum með dýrindis humar og lax. Á jóladag fórum við sem betur fer í jólaboð til vina okkar (sem borða kjöt) og því urðu þessi jól ekki algerlega kjötlaus.
Nú bíð ég bara spennt eftir nýja árinu. Ég fór í síðustu viku út að borða með vinkonum mínum og þar var eytt dágóðum tíma í að bölsótast út í árið 2012. Ég gat ekki tekið þátt í þeirri bölvun því frumburðinn kom í heiminn á þessu ári og reyndi ég því að halda uppi vörnum fyrir 2012. Síðast þegar við vorum hér um áramót þá fórum við í gamlárspartý og tókum á móti nýja árinu á bar. Þegar miðnætti nálgaðist þá var skrúfað niður í tónlistinni, kveikt á sjónvarpinu til að sjá kúluna detta á NY-times square og allir töldu niður saman. Eilítið frábrugðið því sem við erum vön. Í ár förum við aftur í gamlárspartý en þar sem litla snúllan okkar er bara 10 mánaða og verður eina barnið á svæðinu þá hugsa ég að við förum snemma heim og tökum á móti nýju ári í stofunni heima hjá okkur.

Mynd

gervijólatré

Faðirinn á heimilinu er búinn að tala mikið fyrir því að sleppa jólatréinu í ár því hann er hræddur um að litla snúllan muni borða barrnálar sér til óbótar. Ég lofaði að ég myndi skoða aðrar leiðir en þær leiðir eru í raun bara ein sem er að liggja yfir myndum á pintrest og pinna öðruvísi jólatré og ekkert meira, sorrý Finnur.

SONY DSC

Mér finnst þetta samt snilldartré og frábær leið til að nota nýja garnið sem keypt var í sumar og átti að verða að peysu.

204421270557733605_6DAaAEx5_c

ég fann engu að síður fullt af öðruvísi jólatrjám

282530576592921965_EvKHty6l_c

246923992039091701_Vzw9xpS4_c

gervijólatré