Frida Kahlo

Frida Kahlo

Í heimabæ okkar er fátt um málverk miðað við Reykjavík og í raun fá tækifæri til læra að njóta málverka. Við fengum harla litla listasögukennslu í grunnskóla og það var æði oft sem ekki fengust myndlistarkennarar til kennslu. Myndlist var ekki til umræðu í samfélaginu, ætli þau sem stunduðu myndlist hafi ekki öll flutt suður í sollinn? Eina umræðan sem ég minnist er styrinn sem stóð og stendur jafnvel enn um vegglistarverk Baltasar Sampers í nærliggjandi sveitaskóla.

Bankinn skartaði einu veglegu náttúruverki í anddyri bankans og verk Dóslu héngu inni í sjálfum bankanum. Héraðshælið státaði einnig af nokkrum verkum þar á meðal útistyttum eftir Guðmund frá Miðdal en við fullfrískar unglingsskjátur áttum sjaldan erindi þangað. Listaverk Dóslu  var mér stanslaust tilefni til vangaveltna um list er ég var yngri því mér fannst eitt af verkum hennar í bankanum ekki vera list. Um var að ræða stórt málverk sem innihélt textíl og var í þokkabót af konu og satt best að segja eilítið ljótt í augum barn. Málverkið fangar athygli mína í hverri einustu bankaferð og þær eru ófáar og er fyrir löngu orðið eitt af mínum uppáhaldsverkum.

Þrátt fyrir skort á listasöfnum þá nutum við málverkanna sem náttúran bauð okkur upp á hverjum degi. Tignarleg Strandafjöll handan flóans, sólarlagið, kollurinn á Spákonufellsborg, dansandi norðurljós á veturna, litríku húsin í gamla bænum, víðáttan, iðjagræna eyjan í bæjaránni og síbreytileg birta og litir eftir tíma dags og árstíð. Kennarar hvöttu okkur margir hverjir til að líta upp, horfa í kringum okkur, læra nöfnin á kennileitum bæjarins, vita á hvað við horfum. Þegar við hófum vinnu þá lærðist fljótt fleiri nöfn, er manni var skipað að fara hingað og þangað og þurfti að viðurkenna fávisku sína.

Þó að listasögukennslan hafi verið af skornum skammti þá virðist nú svo að kennarar ásamt samfélaginu og málverki Dóslu hafi nú tekist ágætlega að ala upp myndlistaráhugann í okkur enda kannski ekkert skrítið að bær sem kappkostar að varðveita handverk alþýðukvenna ali af sér tvær stúlkur sem njóta myndlistar.

Auglýsingar
Frida Kahlo

Glaðningar hér og þar á alnetinu

Skemmtilegasta meistaramánaðar áskorunin sem ég hef séð er hjá Hörpu Björnsdóttur, sem birtir eina mynd á hverjum degi í Október. Ég mæli með að læka síðuna hennar, mjög skemmtilegt að fá nýtt listaverk á hverjum degi í fréttaveituna á fasbókinni.

listaverk

Ég er að bræða með mér hvort ég eigi að splæsa í listadagatal frá art365.is en í því er að finna 365 ólík verk eftir íslenskt listafólk. Það væri ekki ónýtt að byrja hvern dag á að skoða listaverk.

Front calendar.indd

Ég fæ gæsahúð í hvert einasta sinn sem ég hlusta á þetta lag frá Groundfloor

groundfloor

Glaðningar hér og þar á alnetinu

Nýtt uppáhald: Janelle Monáe

Nýtt uppáhald: Janelle Monáe

Ég hef mjög gaman af tónlist en á sama tíma þá uppgötva ég aldrei neitt sjálf nýtt og spennandi. Ég tilheyri hópnum sem lætur útvarpsstöðvar mata sig á misgóðri tónlist en einstaka sinnum þá finn ég lag sem er ekki enn byrjað að óma á öllum helstu útvarpsstöðum. Í þau fáu skipti sem það gerðist þá líður mér líkt og ég sé hinn mesti tónlistargúru.

Ég og Finnur liggjum þessa dagana yfir sjónvarpsþáttunum The MIndy Project, hrikalega fyndir þættir og við erum í skýjunum yfir að geta horft saman á sjóvarpsþætti. Við höfum mjög ólíka smekk þegar kemur að sjónvarpsefni, eða öllu heldur Finnur hefur smekk á meðan mitt val flokkast undir smekklaust og lélegt sjónvarpsefni.

Innskot

Fallegt á fimmtudegi

katrin Sigurðardottir

Verk Katrínar Sigurðardottir á  Feneyjatvíæringnum í ár. 

Langþráð mömmufrí rann upp i vikunni. Ég er búin ad hlakka til í allan vetur að fá smá tíma fyrir mig án snúllurnar og eiginmannsins. Ég var sérstakleg búin að hlakka til að hitta á gamlar vinkonur án þess ad hafa litla krílið með mér. Það er ögn snúnara að eiga afslappaða stund þegar 1. árs kríli vill kanna heimili vinkvenna minna. Á þriðjudaginn var komið að stóru stundinni en í stað þess að ég væri full tilhlökkunar þá varð eg bara stressuð og kvíðin fyrir að fara frá henni. Allt saman eftir bókinni, Finnur hló nú bara að mér og minnti mig á að ég sé búin að hlakka til i marga mánuði og það myndi nú ekki væsa um Katrínu Önnu hjá sér og ýtti mér upp í  flugvélina.

Steinunn Sigurðardottir

Steinunn Sigurðardottir

Þegar ég lenti í Reykjavík þá var ég nú búin að hrista þetta af mér, veðrið mætti nú samt vera aðeins skemmtilegra. Tíminn hefur verið vel nýttur, það vel að  mig verkjar í kjálkana því ég er búin að tala svo mikið við allar skemmtilegu vinkonurnar mínar. Framundan eru fleiri vinkonuhittingar og þvælast um borg og bæ, snuddulaus.

hamborgarabullan

Fallegt á fimmtudegi

Ósjálfrátt, beint í hjartastað

c3b3sjc3a1lfrc3a1ttRithöfundar segja að þær fái stundum aðdáendabréf frá ánægðum lesendum og í hvert sinn sem ég les þvíumlíkt þá hugsa ég til þeirra sem skrifa aðdáendabréfin. Hvað fær fólk til að setjast niður, skrifa bréf og senda það af stað, ég les oft góðar bækur en ég hef aldrei séð mig fyrir mér setja mig í stellingar og setja niður á blað hugsanir mínar um þá góðu bók.

þangað til…

að ég las ÓSJÁLFRÁTT eftir Auði Jónsdóttur. Á köflum hugsaði ég hvort hún hafði komist í gömlu dagbækurnar mínar þó að ég eigi ekki bókmenntaafa líkt og hún. Hugsanleg er það kjarni þess að ná til lesenda, að lesendum finnst eins og höfundurinn sé að skrifa út frá manns eigin hjarta, ekki þeirra heldur manns eigins. Auður nær að ljá tilfinningum  rödd, tilfinningum sem lesendur hafa upplifað en aldrei getað náð svo langt að skilja þær hvað þá setja þær í orðabúning.  Henni tekst það vel upp að ég og vafalaust fleiri samsömum okkur við það sem hún ritar. Ósjálfrátt greip mig frá fyrstu blaðsíðu, nær frá fyrsta orðinu og ég átti erfitt með að leggja hana frá mér en á sama tíma vildi ég treina mér hana.

Það getur verið vandræðalegt að skrifa aðdáendarbréf til rithöfunda. Það gildir einu hversu mikil manns eigin aðdáun er aðdáunaroðin geta aldrei komist í hálfkvisti við orð þess sem er dáðst af.

Ósjálfrátt, beint í hjartastað

Baráttan um brauðið

Síðasta vetur í fæðingarorlofinu þá var ég í bókaklúbbi. Helsti kosturinn við að búa á litlum stöðum er að fólk hefur tíma til að gera allskonar skemmtilega hluti og það tekur enga stund að rigga upp einu stykki bókaklúbbi.  Hugmyndin kviknaði í mömmuhópnum og nokkrum dögum seinna sat ég ásamt fleiri bókelskandi konum að velja fyrstu bókina. Við lásum nokkrar bækur og skeggræddum þær sem og hlusta á meðgöngu.- og fæðingarsögur þar sem margar okkar voru annað hvort óléttar eða með smábörn á handleggnum. Við lásum meðal annars  Fátækt fólk eftir Tryggva Emilisson, eftir á að hyggja var þetta ekki skynsamlegt val fyrir  okkur því við vorum jú flestar óléttar eða með kornabörn og það tók á að lesa um vanræksluna sem fátæk börn urðu fyrir á þessum tíma. Það var engu að síður unun að lesa þessa bók, hann nær að fanga tímann með þeim hætti að mér leið eins og ég væri stödd á baðstofugólfinu í Öxnadal og bókin er vel skrifuð á fallegu og kjarnyrtu máli. Ég verð nú að játa það að ég þurfti oftar en einu sinni að fletta upp í íslensku orðabókinni því sum orðin hafði ég aldrei heyrt fyrr.

Image

Á leiðinni út til Chapel Hill þá kippti ég Baráttunni um brauðið með mér. Hún er líkt og Fátækt fólk afskaplega vel skrifuð en höfðaði ekki jafn mikið til mín. Það hefur því tekið mig allan veturinn að komast yfir hana. Það tókst þó loksins í síðustu viku og nú þarf ég að redda mér síðustu bókinni, Fyrir sunnan.

 

Innskot