Safafasta

 • Held þetta enn út
 • Get enn ekki dansað af sama krafti og Beyonce
 • Er fokking pirruð út í sjálfan mig að þurfa að létta mig
 • Vorkenni sjálfri mér ógurlega, ÓGURLEGA
 • Hef hafið gífurlegar samningsviðræður við sjálfan  mig að enda meinlætalíferni sem fyrst
Auglýsingar
Safafasta

Gigt og matur

Fyrsti dagurinn af 15

Dagurinn byrjaði illa, ég átti erfitt með að festa svefn í gær og sofnaði ekki fyrr en fram undir morgun. Ég er búin að búa til matarskammt dagsins og meira að segja hringja nokkur símtöl. Ég vona svo innilega að meinlætamataræði muni flýta fyrir batanum og ég geti dansað um jólin.

Gigt og matur

Meinlætamataræði

Ég stefni á að lifa meinlætalífi í hálfan mánuð plús einn dag í von um skjótan gigtarbata. Batinn hefur staðið í stað að undanförnu. Ég er sjúk í Joe Cross og allt hans fylgdarlið. Ég ligg yfir sögum af fólki sem hefur djúsað sig til heilsu og læt mig dreyma að leika það eftir. Lengsta safafastan sem ég hef náð er 7 dagar.

Síðustu tvær vikur hef ég einbeitt mér að mataræðinu á nýja leik og spáð meira í hvað fer ofan í mig. Suma daga gengur mér vel, aðra ekki jafn vel.

28. nóv, 29. nóv, 30. nóv, 1. des, 2. des, 3. des, 4. des, 5. des, 6. des, 7. des, 8. des, 9. des, 10. des, 11. des, 12. des.

Á morgun er síðasti séns til að byrja 15 daga safaföstu fyrir áramót. Því 12. des brunum við mæðgur norður í land. safar

Ég hef prófað mig áfram í safagerð síðustu daga og gengið þokkalega. Vandinn er að ná að búa til safa, sinna endurhæfingu, taka til og sjá um barn og hús. Á morgun ætla ég að byrja nýja rútínu.

 • Skutla Katrínu í leikskólann
 • Koma heim og búa til safana
 • Fara í ræktina
 • Versla
 • Heim í sturtu
 • Hvíld
 • Sækja Katrínu
 • Taka til

 

 

Meinlætamataræði

Safakúr

Ég hef farið þrisvar sinnum á safakúr. Í öll skiptin hef ég orðið betri af gigtinni og grennst. Í öll skiptin hef ég fyrst og fremst farið til þess að verða ögn betri af gigtinni. Í eitt skipti fór ég á skyndi safa og þeytingakúr til að getað þrammað um götur Boston.

safafasta

Núna er ég fyrst og fremst að hugsa um að léttast.

Er ég búin að koma því á framfæri að mér finnst mjög leiðinlegt að vera ofþung. Enn leiðinlegra finnst mér að þurfa að gera eitthvað í því. Einn dagur í einu eða einn klukkutími í einu.

Dagurinn er nær hálfnaður og ég er að farast úr hungri og stressi. Það er svo fyndið að á meðan ég gúffaði í mig mjög óhollum mat þá leiddi ég lítið hugann að áhrifum þess á heilsu mína en þegar ég geri eitthvað eins og safakúr þá verð ég raunverulega stressuð um afleiðingar. Það gæti haft mjög slæmar afleiðingar fyrir heilsu mína að drekka grænmetissafa, kókosvatn og vatn í þrjá dag.

Safakúr

Megrun 2. dagur

Mér gekk ekki jafn vel, mig langar ekki til að viðurkenna það. Yfirleitt þá byrja ég upp á nýtt, byrja upp á nýtt að telja góðu dagana. Það er auðvitað hluti af fullkomnunaráráttunni hjá mér. Allt á að vera svo flott frá fyrsta degi, aldrei nein mistök leyfð.

Núna er annur dagur í megrun, jafnvel þó að ég hafi hrasað í dag.

Líkamsræktin mín er lokuð á sunnudögum. Ég náði ekki að fara í gær en ég finn mikinn mun á hugarfari mínu. Ef ég hefði verið á bíl þá hefði ég farið. Ég fann að mig langaði til þess að fara og var svekkt að komast ekki í dag.

jóga

Gigtarverkir í helstu liðum fara minnkandi en ég er engu að síður með verki um allan líkama og síðustu daga hef ég átt mjög erfitt með gang. Sjúkraþjálfarinn minn í Gáska (sem er besti sjúkraþjálfi í heimi) segir að líklegast megir rekja það til bandvefs.

Það er þekkt að það strekkist á bandvefnum og hann stífnar við langvarandi verki líkt og hrjá gigtarsjúklinga. Þegar ég fer í líkamsræktina og vöðvarnir stækka þá strekkist á bandvefnum í stað þess að hann fylgi vöðvanum. Þetta er mjög sársaukafullt. Hún skipaði mér að rúlla mér á frauðrúllunni alla daga, oft og mörgum sinnum.

Í dag:

2 x stuttar jógaæfingar

1 x rúllan góða

nuddtæki

stuttar teygjur

Megrun 2. dagur

Gigt, megrun, líkamsrækt

Ég komst í gegnum daginn án þess að gúffa í mig óhollustu. Ég hef nú svosum áður komist í gegnum daginn án þess að hafa prins-pólið gróið við mig. Það er erfitt að borða þegar kona er búin að þróa með sér átsýki. Í stað þess að verða mett eftir máltíð þá kviknar á óhemjuskrímsli sem vill meira og meira og meira, helst sætt. Venjulegt fólk getur ekki borðað meira þegar það er satt en ég vil meira og meira og meira. Það er átak að hætta að borða.

Ég tók mynd af mér í gær. Það er mikið mælt með þessu á fb-bloggum sem hafa náð árangri. Það er bara svo vandræðalegt að taka mynd sem er hugsuð sem fyrir-mynd ef það verður síðan enginn árangur. Hvað ef ég held bara áfram að gúffa í mig og eftir-myndin er eins eða verri. Það tók mig langan tíma að ná mynd þar sem ég var nógu sæt fyrir netið. Það fór síðan enn lengri tími í að reyna færa myndina í tölvuna, sem tókst ekki. Því er hér mynd úr símanum og allt úr fókus.

Megrun

Í samvinnu við sjúkraþjálfara er ég byrjuð í gönguferðum. Ég reyni að fara einu sinni í viku. Í dag var komið að stóru stundinni og í þetta skiptið mundi ég eftir að kveikja á Run kepper, rúmlega 500 m gengnir á tæplega 8 mínútum. Gangan krafðist þriggja klukktíma hvíld. Þetta er óþolandi ástand. Ein lítil gönguferð og ég er rúmliggjandi í marga tíma á eftir. Ég hélt að gangan myndi ganga betur. Ég er alveg komin upp í 10 mínútur í upphitun á hinum ýmsum tækjum í Heilsuborg. Við sjáum til hvernig næsta vika verður. Markmiðið er að geta sótt Katrínu Önnu fótgangandi á leikskólann.

Gigt, megrun, líkamsrækt

Sorg og sút

Það er töluvert leiðinlegra og erfiðara að breyta óhollum venjum heldur en að breyta hollum í óhollar. Síðustu vikur hef ég af veikum mætti horft í baksýnispegilinn og velt fyrir mér hvað í ósköpunum gerðist. Hvernig bætti ég á mig 30 kg á einu ári. Já, 30 kg á einu ári, 365 dagar þar sem ég borðaði verulega umfram mína orkuþörf. Ég neita því ekki að ég skammast mín, mér finnst svo skammarlegt að hafa misst stjórn á aðstæðum mér! Svona gerir maður ekki, svona geri ég ekki.

Ég er búin að vera í 10 ár að glíma við sóragigt, finna leiðir til að laga mig, lækna mig, bæta mig. Ég veit betur en að gúffa í mig óhollum mat oft og mörgum sinnum á dag. Af hverju hætti ég að taka skynsamar ákvarðanir. Finnst mér prins-póló í alvörunni svo gott að ég sé tilbúin að stefna heilsu minni í tvísýnu.

Alla 365 dagana er ég búin að reyna að hætta. Ég get ekki sagt að ég hafi verið ómeðvituð í gegnum 30 kíló þyngdaraukninguna. Ég tók vel eftir kílóunum en samt ekki. Það eru mörk á milli eðlilegrar hegðunar og stjórnlausar hegðunar. Ólýsanleg lína sem ég velti aldrei fyrir mér fyrr en allt í einu ég var komin yfir hana. Fyrri þekking, viska og skynsemi flýgur út um gluggann og allt í einu gilda aðrar reglur um mig. Ég taldi mér trú um að ég gæti borðað óhollar en aðrir og það væru aðrar afleiðingar fyrir mig. Ég á erfitt með lýsa þessu, hugsanlega er best að segja að öll heilbrigð skynsemi hverfur og í kjölfarið fylgir óskynsamlegar ákvarðanir. Heill hellingur af óskynsamlegum ákvörðunum, mörgum sinnum á dag.

Detroit-ferðin markaði tímamót hjá mér. Framm að henni var ég semí eðlieg, ég ætla ekki að halda því fram að ég hafi átt í eðlilegu sambandi við mat. Hegðunin hjá mér var ekki orðin sjúkleg líkt og núna. Eftir ferðina þá fóru síðustu grensurnar og hegðun mín varð sjúklegri með hverjum degi. 12 kíló bættust á mig þann veturinn en nær 20 kg um sumarið. Heilt ár af stanslausri þyngdaraukningu.

Ég finn að ég vil byrja að afsaka mig, að það séu eðlilegar skýringar á öllu þessu saman. Ytri aðstæður, innnri aðstæður, fyrri áföll, óheilbrigð samskipti, mikil veikindi. Það er allt satt og rétt, ég varð fyrir áfalli, ég þurfti að takast á við afleiðingar þess, það reyndi mjög á mig, ég var harla óánægð að vera búsett erlendis, það hentar mér mjög illa að vera heimavinnandi, það er lýjandi að finna stanslaust til, kvíði, depurð, stöðug vanmáttartilfinning. Það er erfitt egna skertar hreyfigetu að geta aldrei staðið við sínar skuldbindingar, geta ekki leikið við Katrínu Önnu, geta ekki sinnt starfi og heimili með fullnægjandi hætti. Ná aldrei settum markmiðum.

Sjáum hvað setur, ég reyni að gera betur í dag en í gær. Tek einn dag (eða öllu heldur einn klukkutíma) í einu.

Sorg og sút

Hvernig á að hætta að borða óhollt?

Ég hef ekki hugmynd!

djók

Ég hef nokkrar hugmyndir en gengur illa að framfylgja þeim. Síðustu tvo daga hef ég eftir fremsta megni reynt að sneiða framhjá gosdrykkju og sælgætisáti. Í gær gekk vel fyrir utan tvær suðusúkkulaðiraðir sem stukku upp í munninn á mér. Finnur var voða kammó og fullvissaði mig að ég væri enn að standa mig vel. Í dag gekk ekki jafn vel, rúmlega klukkan eitt var ég ekki búin að borða neitt nema einn grænan drykk. Týpísk ég, ég nenni hvorki að borða né búa til mat á morgnana. Hér áður fyrr þegar ég var ekki hömlulaus ofæta hefði ég bara fengið mér eitthvað að borða, búið spil. Í dag bættust við hálfslíters kókflasa og ekki eitt heldur tvö súkkulaðistykki við hádegismatinn.

dísúess

Ég taldi mér trú að ég yrði svo miklu duglegri að taka til ef ég innbyrti TVÖ súkkulaðistykki. Því eins og allar vita þá er nauðsynlegt að gúffa í sig í kóki og súkkulaði til þess að geta tekið til.

Ég neita því ekki að súkkulaðistykkin voru voða góð en (trommusláttur) sú vellíðan endist ekki einu út tímann sem það tekur að borða stykkin. (Ég hefði kannski átt að sleppa seinna stykkinu).

það þýðir ekki að gráta Björn bónda

Það verður harla pínlegt fyrir mig ef ég þarf að skrifa á morgun að ég hafi aftur gúffað í mig 100 súkkulaðistykkjum.

Hvernig á að hætta að borða óhollt?