Bláber með basil

IMG_3689Það eru komnar rúmlega þrjár vikur síðan ég byrjaði að sneiða framhjá mat sem er talinn vera slæmur fyrir gigtarsjúklinga. Það hefur gengið framar vonum. Hitinn hjálpar tvímælalaust til því við reynum eftir fremsta megni að komast hjá því að kveikja á eldavélinni.  Í staðinn búum við til þeytinga og salöt og aftur þeytinga og þennan rétt hjá Eldað í vesturheimi.  Í byrjun átti ég mjög erfitt með að sneiða framhjá brauði. Það er svo þægilegt að grípa til einnar samloku þegar maður er orðinn svangur en nú er þetta orðið ögn auðveldara. Lykilatriði er að eiga nóg af eplum og öðru sem hægt er að grípa auðveldlega til.

Nú er allar matvörubúðirnar hjá okkur fullar af bláberjum. Bláberin hjá okkur í Norður-Karólínu er ögn stærri heldur en heima en ég sakna þess samt að geta ekki farið í berjamó í haust. Ég hef heyrt að berjaspretta í ár sé með eindæmum góð. Mig langaði að prófa þennan því mér fannst spennandi að setja basil í drykkinn. Ég er búin að drekka harla mikið af bláberjaþeytinum að undanförnu. Hann kom skemmtilega á óvart, möndlusmjörið þykkir drykkinn, sem var kærkomin tilbreyting frá hinum venjulega bláber+bananar drykk.

Bláberjaþeytingur með basil

250 ml bláber

1 banani

5-7 basil lauf

1 msk möndlusmjör

2 msk hempfræ

lófafylli af káli

200 ml vatn

nokkrir ísmolar

Öllu blandað saman í blandara. Það er vel hægt að sleppa hempfræjunum og að sjálfsögðu er hægt að nota hnetusmjör í staðinn fyrir möndlusmjörið.

Bláber með basil

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s