Fljótlegur morgunmatur

TréÞað er yndislegt að fylgjast með gróðrinu í garðinu taka á sig liti haustins og sjá öll þessi laufblöð falla. Suma daga er líkt og það rigni laufblöðum. Haustin í suðrinu standa ögn lengur yfir en á Íslandi. Ég á enn erfitt  að venjast því að vera á stuttermabol í miðjum október.  Katrín Anna leikur sér mikið í garðinu og dundar sér við að mylja laufblöðin niður í öreindir, móður sinni til nokkurs ama. Þetta er síðasta haustið sem við verðum í Chapel Hill, næsta haust munu við njóta íslenska haustins. Þær fimm mínútur sem það stendur yfir. Það er skrítið að hugsa til þess að tími okkar hér muni senn taka enda.

Hafragrautur

Ég er ekki hrifin af venjulegum hafragraut af tvennum ástæðum, í fyrsta lagi það þarf að standa við eldavélin á meðan hann mallar og suma daga þá mótmæla gigtveikir fætur því hástöfum. Í öðru lagi þá finnst mér hann ekki góður. Á móti kemur að hafragrauturinn minn er kaldur og ég get ímyndað mér að margir myndur sakna þess að borða heitan graut á köldum vetrarmorgni.

UPPSKRIFT…

Lesa áfram „Fljótlegur morgunmatur“

Fljótlegur morgunmatur

Detroit

IMG_4373Við fórum í yndislega ferð til Detroit í september að heimsækja vinkonu okkar þar. Detroit hefur upp á margt að bjóða en á sama tíma þá eru heilu hverfin í algjörri niðurníðslu. Við enduðum næstum í Kananda, tókum eina ranga beygju og allt í einu blasti við okkur brúin yfir til Kananda og það var engin leið til baka. Það fór aðeins um okkur því við vorum ekki með vegabréf á okkur og ég var farin að sjá fyrir mér að við myndum vera föst í Kananda um ókomna tíð. Góðhjartaðir starfsmenn lóðsuðu okkur út af svæðinu í gegnum læst hlið og ég vonaði heitt og innilega að þeir væru ekki geðsjúklingar sem myndu loka okkur einhvers staðar inni. Þeir reyndust bara vera hinir venjulegu hjálpsamir Kanar sem óskuðu okkur góðra ferðar. Ég var búin að borða ofurhollustu fæði í heilan mánuð þegar við lögðum land undir fót. Það reyndist þrautinni þyngri að borða heilnæma mat í vegasjoppum miðvesturríkja. Verra var þó þegar ég kom heim þá missti ég dampinn og leyfði mér að lita aðeins of mikið út fyrir línurnar.

IMG_4079

Það stendur þó allt til bóta og síðustu daga hef ég endurnýjað kynnin mín við græna matinn og um leið furðað mig á því af hverju ég gaf hann upp á bátinn. Mér líður alltaf betur þegar ég borða meira af grænum og heilnæmnum mat. Undanfarna daga hef ég drukkið gulrótarsafa í gríð og erg. Ég hef hingað til forðast gultrótasafa eins og heitann eldinn, það kom mér því ánægjulega á óvart að mér líkaði hann bara nokkuð vel. Ég reyndar set ætíð eitt epli með til að sæta safann.

Gulrótarsafi

UPPSKRIFT…

Lesa áfram „Detroit“

Detroit

Sænski kanilsnúðadagurinn

kanilssnúðar

Er ég kom inn úr dyrunum í  gærkvöldi mætti mér óðmála Finnur sem vildi fá að vita nákvæma birgðastöðu á hveiti og öðrum bökunarvörum. Ég var varla búin að sparka af mér útiskónum er hann var rokinn út í búð tautandi eitthvað um snúða og Svíþjóð.  Vinkona okkar vakti athygli hans á því að í dag héldu Svíar upp á kanilsnúðadaginn. Finnur þarfnast lítillar hvatningar til að skella í sænska kanilsnúða því hann er sannfærður um að engir snúðar standist sænsku snúðunum snúninginn. (Mér finnst þó snúðarnir sem við systkinin fengum hjá ömmu í Kúskerpi ekki síðri.)

IMG_4587

Sænsku kanilsnúðarnir eru eilítið frábrugnir þeim íslensku. Þeir eru mun léttari í sér og ekki jafn sætir, auk þess sem nær aldrei er sett glassúr á þá. Í huga Finns væru það landráð að setja glassúr á kanilsnúðana.

UPPSKRIFT…

Lesa áfram „Sænski kanilsnúðadagurinn“

Sænski kanilsnúðadagurinn

Þykjustunni brauð

Finnur fór af landi brott alla leiðina til Englands á ráðstefnu í síðusu viku. Við mæðgur spjöruðum okkar ágætlega en það var ekki laust við smá myrkfælni á kvöldin. Það brakaði og ískraði í húsinu og ég fór að heyra alls konar einkennileg hljóð sem hingað til höfðu algerlega farið framhjá mér. Mýflugur ollu mér einnig vandræðum en það var ein sem hreiðraði um sig í tölvuherberginu og skemmti sér á kvöldin við að bíta mig.  Finnur nær að drepa þær en ég get ekki fyrir mitt litla líf hitt á þær. Þær hittu hins vegar alltaf á mig.

Sólblómafræ

Fjórar vikur af brauðleysi hefur leitt til þess að mig dreymir um brauð í vöku og svefni. Ég sakna þess mjög mikið að  borða ekki brauð, það er þó kannski ekki brauðið sjálft sem ég sakna heldur fljótlegheitin sem fylgja brauði. Ein brauðsneið+álegg og maður er kominn með þokkalegt snarl á núll einni. Þegar hungrið sverfur að þá er brauð það eina sem kemur upp í huga mér. Upphefst þá nokkurt taugastríð sem endar yfirleitt með epli í stað brauðs. Eplin slá þó því miður ekki á brauðlöngunina en paprika og fræ geta gert það, ótrúlegt en satt. Útkoman er ekkert í líkingu við venjulegt brauð en það nær að fullnægja brauðlöngunni minni.

brauð án hveitis

Uppskrift

Lesa áfram „Þykjustunni brauð“

Þykjustunni brauð

Bláber með basil

IMG_3689Það eru komnar rúmlega þrjár vikur síðan ég byrjaði að sneiða framhjá mat sem er talinn vera slæmur fyrir gigtarsjúklinga. Það hefur gengið framar vonum. Hitinn hjálpar tvímælalaust til því við reynum eftir fremsta megni að komast hjá því að kveikja á eldavélinni.  Í staðinn búum við til þeytinga og salöt og aftur þeytinga og þennan rétt hjá Eldað í vesturheimi.  Í byrjun átti ég mjög erfitt með að sneiða framhjá brauði. Það er svo þægilegt að grípa til einnar samloku þegar maður er orðinn svangur en nú er þetta orðið ögn auðveldara. Lykilatriði er að eiga nóg af eplum og öðru sem hægt er að grípa auðveldlega til.

Nú er allar matvörubúðirnar hjá okkur fullar af bláberjum. Bláberin hjá okkur í Norður-Karólínu er ögn stærri heldur en heima en ég sakna þess samt að geta ekki farið í berjamó í haust. Ég hef heyrt að berjaspretta í ár sé með eindæmum góð. Mig langaði að prófa þennan því mér fannst spennandi að setja basil í drykkinn. Ég er búin að drekka harla mikið af bláberjaþeytinum að undanförnu. Hann kom skemmtilega á óvart, möndlusmjörið þykkir drykkinn, sem var kærkomin tilbreyting frá hinum venjulega bláber+bananar drykk.

Bláberjaþeytingur með basil

250 ml bláber

1 banani

5-7 basil lauf

1 msk möndlusmjör

2 msk hempfræ

lófafylli af káli

200 ml vatn

nokkrir ísmolar

Öllu blandað saman í blandara. Það er vel hægt að sleppa hempfræjunum og að sjálfsögðu er hægt að nota hnetusmjör í staðinn fyrir möndlusmjörið.

Bláber með basil

Grænt, grænt er grasið út í haga

húsnumer

 Við fengum það á hreint í síðustu viku að við myndum skipta um húsnæði í vor, einu sinni enn. Við erum bæði tilbúin til að skipta um umhverfi en ég veit að ég á eftir að sjá eftir Baity Hill Dr. Það hefur til að mynda verið dásamlegt að hafa rafmagn innifalið í leigunni. Hitinn verður óbærilegur á sumarin og þá er góð loftkæling gulls ígildi og ég hef einnig verið mjög sátt við skordýraleysið. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki skropið á leikvöllinn sem er í botnlanganum okkar. Ég og Katrín Anna hefur eytt ófáum stundum á honum í vetur, það verður að vísu plús að losna við sandinn. Allur leikvöllurinn er í risastórum sandkassa og Katrín Anna hefur rýrt innihalds hans með að leggja sér ljúfeng sandkorn til munns.

Baity Hill Drive

Verst verður þó að skilja við nágrannana, ég hef kynnst mjög mörgum í ár og það er viðbúið að við munum hitta alla sjaldnar þegar við flytjum. Við búum á stúdentagörðum og meirihlutinn sem býr í okkar byggingu eru erlendir stúdentar. Í vetur höfum við t.d. nokkrar komið saman a.m.k. einu sinni í viku og átt notalegar stundir saman. Einnig hef ég og Eujing verið í enskuhóp einu sinni í viku þar sem við hittum enn fleiri konur í sömu aðstæðum og okkar, (eiginmaðurinn í námi og við með leyfi til þess að vera í landi en megum ekki vera í námi né vinna). Ég vona bara að nýju nágrannanir verði jafn skemmtilegir og jafn til í að bralla eitthvað saman.

græn bomba

 Nýjasta æðið og líklegasta síðasta æðið hjá okkur á Baity Hill er að búa til allskonar þeytinga. Ég keypti mér góðan blandara í síðustu viku sem er svo öflugur að hann á ekki í neinum vandræðum með að breyta káli í vatn, eða svona næstum því.  Undanfarna morgna hef ég því dundað mér við að útbúa hina ýmsu þeytinga með fullt, fullt af grænu, hollu káli.

Þessi tiltekni er gerður eftir uppskrift frá Victoriu Boutenko, hún hefur verið fremst í flokki að kynna græna þeytinga fyrir almenningi og er helsti gúrúinn í grænum þeytingum og að borða sig til heilsu.

Uppskrift:

Spínat

Grænkál

2 epli

2 bananar

1 pera

(5 döðlubitar)

1-2 bollar vatn

Öllu skellt í blandarann

Þegar ég gerði þennan fyrst þá gleymdi ég að setja döðlubitana í drykkinn sem er mjög týpískt fyrir mig. Ég á það til að gleyma að setja allavegana eitt innihaldsefnin (stundum mun fleiri)  í það sem ég er að elda hverju sinni. Mér fannst drykkurinn ekkert síðri án daðalanna en ég prófa daginn eftir með döðlunum.



			
Grænt, grænt er grasið út í haga

Heilsublogg

Vorið getur ekki ákveðið sig hvort það ætli að vera eða ekki. Í janúar var 22 stiga hiti og kirsuberjatréin fóru af stað. Í febrúar hefur hins vegar snjóað og verið ískalt en inn á milli koma hlýir dagar þar sem hitinn fer upp í 15 gráður. Vorin eru yndisleg hér og þegar hitastigið fer hækkandi þá á ég auðveldara með að borða léttari og hollari mat.

hollur morgunmatur

Undanfarna morgna hefur morgunmaturinn minn verið fagur grænn á litinn. Í þessi herlegheit fara pera, kíwi, sellerí og smá af engiferi og síðan maukað í matvinnsluvél.  Ég set einnig 1 tsk af hampfræjum.

Ég reyni síðan að þræla í mig engiferseyðinu hans pabba til að koma í veg fyrir frekari veikindi í vetur. Mér finnst fátt leiðinlegra en hiti, kvef og hósti og ég er tilbúin til að leggja ýmislegt á mig til að forðast flensuna.

engifer

Heilsublogg

Engifer

Kvef, hálsbólga og hiti halda áfram að herja á heimilismeðlimi, um leið og einn verður frískur þá leggst næsti. Ég skundaði því út í búð og keypti í engiferseyðið hans pabba. Hann og Sollý hafa náð að búa til hið fullkomna engiferseyði, sem vinnur á öllu.
engiferseyði

Ég var mjög dugleg að drekka engiferseyðið frá þeim þegar ég var ólétt, fékk það sent í vesturbæinn tilbúið til drykkju. Það virkaði vel á bjúginn og ég minnist þess ekki að hafa orðið misdægurt þær vikur sem ég  innbyrti seyðið góða.

IMG_2215

Ég er ástfangin af rauða pottinum okkur, hann er svo glansandi fínn og sætur auk þess sem húðin flettist ekki af honum líkt og hjá dollar-store pottunum okkar.

Engiferseyði

Lesa áfram „Engifer“

Engifer

Matreiðslubók

Image

Snúllan hefur verið veik síðustu daga og ég því föst heima allan daginn. Ég komst aðeins út á mánudaginn og fór í uppáhaldsbókabúðina mína og keypti mér þessa matreiðslubók. Ég er óbein grænmetisæta, maðurinn minn er grænmetisæta og ég nenni sjaldan að elda kjöt bara fyrir mig eina, því borðum við grænmeti alla daga. Úrvalið hér er miklu betra heldur en á Íslandi því er tiltölulega lítið mál að borða ekki kjöt en ég er þessa dagana mjög hugmyndasnauð þegar kemur að kvöldmat og ákvað því að splæsa í þessa til að fá hugmyndir.

Image

Það er meðal annars uppskrift að þessu gerlausa brauði, mér til mikillar ánægju, því ég nenni ekki að baka brauð með geri í. Það er frekar erfitt að fá gott brauð í Chapel Hill og þau sem eru ágæt kosta hálfan handlegg. Ég hef því baka brauð nokkuð reglulega, ég var sérstaklega hrifin af þessu.

Innskot